Hvar er allt fólkið

Ég er svo vonsvikin yfir aðgerðaleysi og leti landans.  Aðeins örfáir námsmenn létu sjá sig á Austurvelli í gær, og örfáir almennir mótmælendur.  Ég mætti á Austurvöll á mánudag og þriðjudag, og ég hugsaði hvar er fólkið.  Hversvegna mæta aðeins örfáir tugir manna til mótmælanna?  Hvað er í gangi?  Er ekki kominn tími á það að letingjarnir standi upp og láti í sér heyra á Austurvelli?  Ekki alltaf sama fólkið, sem sá ástæðu til þess að mæta á mótmælafundina á Austuvelli í vetur.  Vill fólk ekki sjá breytingar?  Stendur fólki á sama, hvernig framtíðin verður.  Ég er of þreytt til þess að mæta á alla mótmælafundina.  Ég auglýsi eftir óþreyttu fólki með skoðanir, að það láti sjá sig og heyra í sér á Austurvelli.  KOMA SVO, ALLIR ÚT AÐ MÓTMÆLA::::::::!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


mbl.is Ætla að sofa í tjöldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

satt hjá þér,eftir myndum sem maður sér í fréttum eru þetta örfáar hræður...eru allir að vinna svart eða hvað,allt þetta lið sem búið er að segja upp vinnunni- hvað hefur það annað að gera en mæta í góðaveðrinu og styðja góð málefni?...p.s. fyrst þú varst þarna í dag,hvernig koma kartöflurnar sem settar voru niður fyrir framan alþingi upp?góð grös..

zappa (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 01:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mynd af mér birtist í þriðjudags Fréttablaðinu á b.l.s 8 að mig minnir.  Kartöflurnar hafa verið grafnar upp, þegar sumarblómunum var plantað.  það held ég allavega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Að mínu mati er þögn sama og samþykki, ég mun aldrei samþykkja það að spillingarliðið fái sínu framgengt....  Við höfum ekki efni á því. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2009 kl. 02:37

4 identicon

það er hætt að dreifa fréttablaðinu utan höfuðborgarsvæðisins, þeir hafa boðið áskrift til landsbyggðarinnar-einsog maður hafi ekki nóg með að borga útrásina sem aldrei barst á landsbyggðina,enda ekki boðin í áskrift...

zappa (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 02:39

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ætli bænur hafi haft of náin samskipti við sauðféð gegn um aldirnar? Erum við komin af kindum? Eða höfum við bara lært að haga okkur eins og þær?

Villi Asgeirsson, 12.6.2009 kl. 03:59

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta kemur þegar almenningur kemst af afneitunarstiginu.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband