Endurreisn atvinnulífsins?

Það er kerfisbundið verið að drepa allt atvinnulíf, með ráðstöfunum stjórnarinnar.  Ég er að vinna í litlu fyrirtæki, því miður seljum við áfengi og tóbak.  Heldur Steingrímur að nýjustu gjöldin á áfengi og tóbak hjálpi veitingastöðum?  Hvað með tryggingargjaldið sem var að hækka? 

Bætir það efnahagslífið að hækka bara þær vörur sem bein áhrif hafa á vísitöluna, sem hækkar lánin okkar sem skuldum verðtryggð lán.  Mér finnst að kerfisbundið sé höggvið í sama knérunn, allt skal sótt til þeirra sem ennþá eiga nokkrar krónur í fasteignunum sínum.  Eignaupptakan verður algjör, þegar búið er að mergsjúga fasteignaeigendur hvað þá? 


mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna mín.

Nú er þetta bara einfaldlega KAOS !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband