Hættuástand er núna

Hafa ekki 10 fjölskyldur flutt út hvern virkann dag á þessu ári?   Fólksflótti er raunin í dag, það er ekki gamla fólkið og öryrkjarnir sem flytja út.  Það er unga fólkið okkar, fólkið sem er búið að missa húsnæðið sitt, vinnuna og vonina líka.  Ef vinnan er farin, hvað er þá eftir?  Að lifa á atvinnuleysisbótum?  Í leiguíbúðum, með vonlausar væntingar um betri tíð með blóm í haga.  Ein dóttir mín missti sína íbúð þann 01.10 í fyrra, hún fékk enga aðlögun varð að flytja út með börnin sín 3.  Hún var með Landsbankalán 90% lán sem var orðið miklu hærra en andvirði íbúðarinnar sem hún hélt hún ætti í 2 ár.   Ég get sagt ykkur ef börnin mín flytja erlendis fylgi ég í kjölfarið. 
mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ekki myndi ég búa á Íslandi án barnana minna. Finnst nóg að eitt af fimm sé í Danmörku.

, 5.8.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Dittó!

Arinbjörn Kúld, 5.8.2009 kl. 10:05

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það hefur lengi verið draumur okkar að flytja til útlanda, en það er ekki um það að ræða eins og staðan er í dag. 

Og svo skipti dóttir mín allt í einu um skoðun fyrir nokkru, hún ætlar sko ekki undir neinum kringumstæðum að búa erlendis með dóttur sína. 

Þannig að hjá mér eru átthagafjötrarnir tvöfaldir, það er náttúrulega óseljanleg fasteign með himinháum lánum (íslenskum þó) og stelpurnar mínar tvær, það væri erfitt að vera án þeirra.

Kannski tekst mér að telja henni hughvarf

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 7.8.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband