Íslenskt dómskerfi í hnotskurn.

Maður fær 3 ár og 6 mánuði í fangelsi fyrir það að aka á annann mann og valda honum stórskaða, síðan kveikja í húsi þar sem maður var inni = morðtilraun að mínu mati.  Ég held að bara á Íslandi hefði hann fengið svona stuttann tíma í fangelsi. 

 Svo er annað með dómskerfið, hversvegna er mönnum sleppt út þegar dæmdir menn skjóta máli sínu til hæstaréttar????  Og enn eitt, hversvegna eru ekki fleiri úrræði þegar síbrotamenn með einbeittann brotavilja ganga um rupla og ræna, lemjandi fólk eða ógna því .  Er ekki hægt að geyma þessa menn á öruggum stað??  Á meðan málin eru í rannsókn, fram að dómi???? 


mbl.is Tveir í langt fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og svo þykir 3,6 ára dómur yfir þessum vesaling "óvenjuharður dómur" að mati fjölmiðla...annars kom góð hugmynd inn í einhvern þátt á Bylgjunni í gær ,þar hringdi inn einhver vestfyrðingur með þá tillögu að ríkið ætti og sæti uppi með aflóga heimavistarskóla í einhverjum eyðifyrði,og búinn væri að vera á sölu í langan tíma af hverju þessu væri ekki breytt í fangelsi í stað þess að vera alltaf að ætla að byggja nítt,þarna væri allt íþróttasalur,mötuneyti og öll aðstaða og síðast en ekki síst ófært marga mánuði ársins nema með bát....ekki svo vitlaus hugmynd ?

zappa (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 02:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekki vitlaus hugmynd að nýta gamla heimavistarskóla til þess að vista fanga.  Það mætti nota fangana til þess að breyta fyrrum heimavistum í fullkomin fanglesi.  Án mikils auka kostnaðar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.9.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er ótrúlegt hvað hættulegir menn fá að ráfa um göturnar óáreyttir og sú vissa er fyrir hendi að þeir komi til með að ráðast á næsta fórnarlamb innan skamms. Þetta er algerlega óviðunandi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.9.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband