Barack Obama á réttri leið

Að þetta frammíkall þingmannsins Joe Wilson sé aðalfréttin í þessu máli er skrítið fréttamat.  Barack Obama er að reyna að bæta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjum Norður Ameríku.  Hann ætlar að reyna að tryggja öllum löglegum íbúum BNA aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð fjárhag.  Ég á ekki von á því að hann fái þetta samþykkt í þinginu þar.

 Ég horfði á mynd Michael Moore um bandaríska heilbrigðiskerfið fyrir nokkrum árum og veit ég að þörf er á algjörlega nýrri hugsun og nálgun þar.  Kannski getur Barack Obama stuðlað að breytingum til góðs í heilbrigðiskerfinu þar, en þá þarf hann að nálgast hina "norrænu velferðarstjórn eins og finnst á norðurlöndunum"  hérna er norræna velferðarstjórnin á undanhaldi, í boði sitjandi vinstri stjórnar.  Til hamingju Jóhanna og Steingrímur.  Til hamingju með stuðning ykkar við fjármálaelítuna og fjármagnseigendurna.  Ég vona að þessi stjórn verði felld í vetur og stjórn vinveitt heimilunum og fjölskyldunum í landinu komist að völdum. 


mbl.is Hart deilt um frammíkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er góður þáttur um heilbrigðiskerifð í USA http://www.youtube.com/watch?v=aEXFUbSbg1I

Landið (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband