Vonandi finnst konan heil á húfi

Þegar ég sá fréttirnar í kvöld og myndirnar af konunni sem saknað er, gat ég ekki annað en vorkennt henni.  Hún er hálf umkomulaus á fréttamyndunum.  Ég bloggaði um það í fyrra að ég bjó í sama húsi og 12 Litháar um tíma, þeir eru fluttir annað núna.  Eftir að þeir fluttu hef ég þurft að tala við fulltrúa sýslumannsins allavega tvisvar eða þrisvar, þá var hann að leita af fyrrverandi nágrönnum mínum. 

Ekki vil ég samt alhæfa, ég þekki líka Litháa sem eru góðir innflytjendur og góðir nýbúar hérna á Íslandi.  En þegar 10-15 karlmenn á aldrinum 20-30 ára búa á neðri hæðinni hjá þér, og partýin standa frá föstudegi til sunnudags með tilheyrandi umferð.  Þá er tímabært að standa ekki á sama. 


mbl.is Ekki vitað hvar konan er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband