Tímabært að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórnina?

Er ekki löngu tímabært að lýsa yfir vantrausti á þessa ríkisstjórn, þessa fyrstu vinstri stjórn í áratugi.  Stjórnin hefur ekki verið að standa sig að mínu mati. 

Þessi ríkisstjórn starfar í anda gamalla stjórna sem fjármagnseigendurnir áttu, þeir hljóta líka að eiga þessa stjórn.  Forgangsmál þessarrar ríkisstjórnar hafa ávalt verið fjármagnseigendurnir, við hinn almenni skattgreiðandi eigum ekki upp á pallborðið hjá þessarri vinstri stjórn sem ætlaði ekki að skerða bætur öryrkja og ellilífeyrisþega.  Vonandi verður borin fram vantrauststillaga á stjórnina eftir helgi.... 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi stjórn hefur fyrst og fremst gætt hagsmuna Breta og Hollendinga, ekki okkar Íslendinga.  Nú er tímabært að segja hingað og ekki lengra. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:27

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nákvæmlega Jóna. Nú verðum við að vona að góða fólkið í VG láti þetta ekki yfir sig ganga.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2009 kl. 01:33

3 identicon

jahá og hverjum eigum við svo að afhenda völdin næst-framsókn og sjálfstæðisflokknum??????????er ekki alveg eins gott að afhenda völdin til brussel,þar sem engir ættingjar og vinir bíða eftir að verða bjargað af stjórnarflokkunum.

zappa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 01:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er sama hvaðan gott kemur, næstum því   Það er verst hvað hann Steingrímur er orðinn veruleikafirrtur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:39

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

zappa finnst þér stjórnin hafa verið að standa sig, fyrir okkur Íslendinga???  Ég er fylgjandi utanþingsstjórn, vegna þess að ég treysti engum stjórnmálamanni sem kemur nálægt fjórflokkinum...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:41

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég treysti bara þremur þingmönnum þau eru Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:43

7 identicon

ég er alveg laus við að geta haft nokkra hugmynd um hvort stjórnin sé að standa sig eða ekki því ég er helst á því að verið sé að leyna okkur, sem eigum að borga fyrir glæpina, öllum upplýsingum um stöðu mála.t.d. hvað vita bretar og hollendingar sem getur réttlátt að þeir þurfa ekki að semja við okkur,af hverju er ekki tekið til í bönkunum og stjórnsýslunni? hverjir eru kröfuhafarnir sem eru að eignast bankana? afhverju er ekki hægt að birta skýrslu rannsóknarnefndar þingsins? afhverju eru lánabækur L.I. og Glitnis ekki gerðar opinberar,til að eyða allri tortryggni. og hvaða fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn hafa þegið lán og fengið þau niðurfelld-því vitað er um nokkra,svoleiðis fólk á ekki rétt á að hafa völd til að geta hreinsað til fyrir sig og vinina-ég held að þremenningarnir sem þú treystir ráði bara ekki við vandann og utanþingstjórn? þjóð sem er að endurnýja fylgi sjálfstæðisflokksins getur varla verið nógu skynsöm til að koma saman utanþingstjórn.....sorry.

zappa (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:01

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég las það einhversstaðar í kvöld að Jón Ásgeir og aðrir vinir hans hafi verið kröfuhafar og hafii eignast Íslandsbanka, kannski er það bara slúður....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2009 kl. 02:10

9 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Held það væri best að koma ÖLLUM stjórnmálamönnum frá, þetta virðist allt vera rotið í gegn sakir spillingar.

Banna svo stjórnmálaflokka í ekki minna en 4 ár, eins og var gert í Thailandi til að friða fólkið í landinu um að verið væri að vinna gegn spillingunni sem var að éta landið í sundur innanfrá.

Hrappur Ófeigsson, 18.10.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband