Af hverju bara 5 ár?

Ég var að enda við það að lesa allann dóm Hæstaréttar, og skil ég ekki hvers vegna allur refsiramminn er ekki nýttur, 8 ár hefðu kannski verið sanngjarn dómur yfir þessum geðveika manni á viðeigandi stofnun.  Ég óska barninu velfarnaðar í lífinu og vona að hún geti gleymt misnotkunninni með tíð og tíma. 
mbl.is 5 ára fangelsi fyrir brot gegn dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

sammála - ævilangt væri líka of stuttur dómur -

barnið var 2-3 ára -

hausinn af

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.10.2009 kl. 04:18

2 Smámynd: Kolbeins

Reiðis- rúnkarar, ég sat inni fyrir auðgunarbrot þegar ég var unglingur og þótti efnilegur afbrotamaður. Í  dag er ég að verða 40 ára gamall og er í góðm málum í lífinu, sem metur fer :)

Allann tímann frá því ég sat inni héf ég fylgst með þessu reiðis- rúnki endalaust.....

HANN Á AÐ FÁ ÆFILANGT

HANN Á AÐ KVELJAST

HANN Á AÐ FINNA FYRIR ÞVÍ 

HANN Á AÐ SITJA MIKLU LENGUR INNI

Sem þíðir, rúnkum okkur öll yfir því að það eru til aumingjar í augum allra og þá hljóta þeir að vera aumingjar, fyrst öllum rúnkurunum finnst það, köstum steinum úr gleghúsi, því við erum öll svo geðveigt æðisleg en ekki ógeðisfólkið sem er úthúðað í blöðunum.

PÉ ESS

ég hef kynnst svo yndislegu fólki yfir æfina en allt leiðinlega og vonda fólkið sat ekki með mér inn.

Nú spyr ég hvernig stendur á því?

Kolbeins, 23.10.2009 kl. 07:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg skelfilegur glæpur og greinilegt að maðurinn er ekki heill á geði. Þess vegna ætti sennilega að loka hann inni á slíkri stofnun.  Man ekki hvað hún heitir.  Gleymi öllu í dag.  En alveg eins og ekki á að loka fíkla inn í fangelsi, á ekki að loka geðveikt fólk þar heldur, frekar á viðeigandi stofnun þar sem hugað er að andlegu heilbrigði þess.  Hann er ef til vill vonlaus, en það þarf þá að vitnast, svo hægt sé að koma í veg fyrir að fleiri börn verði fórnarlömb hans.  Slíkt gerist ekki ef hann er bara í fangelsi þann tíma sem hann þarf að sitja og fara síðan út í lífið á reynslulausn og voila.... getur byrjað aftur.  Þetta er ekki eitthvað sem er að ganga upp. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 08:50

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Sá sem eyðileggur líf annarar mannveru hlýtur að eiga að gjalda fyrir það á einhvern hátt.

Að mínu mati er sá sem fremur glæp eins og hér um ræðir alvarlega veikur á geði og ætti að vistast á viðeigandi stofnun þar til læknar telja hann hæfan til þess að umgangast annað fólk, eða í þessu tilfelli börn.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 23.10.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi þegar ég var barn og veit ég ekki hvað ég var ung þegar það byrjaði, það er allavega frá því að ég man eftir mér.  Samt er svo skýtið hversu miklu af æsku minni ég hef gleymt, eða kannksi vil ég ekki muna það.  Ég veit það ekki alveg á hvorn veginn það er. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband