Ekki yrði ég hissa

Þótt íslensku bankarnir hafi stundað peningaþvætti, ekki var bönkunum stjórnað af snillingum.  Bara spilltu fólki sem reyndi að græða á hverju sem var, fólki án siðferðis.  Hvenær fáum við almúginn sem fær að borga brúsann, að vita hversu víðfem spillingin var?  Ég vona að fljótlega komi þetta allt í ljós í rannsóknum sem útlendingar stjórna, Íslendingum virðist ekki treystandi í þessum rannsóknum vegna allskonar hagsmuna. 
mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við fáum að vita þetta þegar erlendum rannsóknum líkur-enda höfum við fréttirnar af sukkinu úr erlendum fjölmiðlum,meðan alþingi keyrir frumvarp um afskriftir kúlulánþega í gegnum þingið,því ekki á að afskrifa neitt hjá almenningi heldur lengja í lánunum-það er sko passað að bankarnir sem settu okkur á hausinn tapi ekki neinu á almenningi......

zappa (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 01:45

2 Smámynd:

Sammála þér en hrædd um að það takist seint að koma lögum yfir þetta fólk þar sem valdhafar halda yfir því hlífiskildi.

, 25.10.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband