Að þykjast alvitur

Og skamma nágrannaríkin vegna hrunsins sem varð hérna á Íslandi fyrir rúmu ári síðan er ekki í lagi.  Það þýðir lítið að gagnrýna ríki sem komu ekki að hruninu hérna á Íslandi.  Íslenska hrunið varð vegna stjórnarhátta SjálfsstæðisFLokksins og einkavinavæðingar Davíðs Oddsonar.  Að kenna öðrum um eigin ófarir er ekki það sem við þurfum á að halda í dag. 

Það þarf að viðurkenna sök, þeir sem voru valdir að hruninu þurfa að axla ábyrgðir.  Það munum við aldrei sjá, þeir þáðu laun vegna mikilla ábyrgða, en hlupust svo undan ábyrgð þegar á reyndi. 


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er hárrétt hjá þér.  Bjarni er aflveg fastur í því að kenna öðrum en sökudólgunum um.  Kannski er það svona að fæðast með gullskeið í kjafti og þekkja ekki annað en vera vafinn innan í bómull.

Jens Guð, 28.10.2009 kl. 01:46

2 Smámynd: Jón

Þá sem hann var að ávarpa og málefni þessa þings tengjast ekkert því hverjir eru sökudólgarnir og er það okkar mál að taka á því og vonandi refsa í samræmi við gjörðir. Ég er harður andstæðingur xD en hérna er Bjarni Ben að standa sig vel með því að standa upp og segja hlutina eins og þeir séu.

Ég er sammála því að enginn skuli gleyma því hverjir sökudólgarnir séu, en þegar verið er fyrst og fremst að reyna að bjarga hlutunum og rétta úr kútnum, það að sjá okkar svokölluðu vina-/frændþjóðir koma svona fram við okkur er til háborinnar skammar og það er óviðkomandi þeim málum sem þú nefnir.

 Taktu einnig eftir að hann skammaði þessi ríki ekki neitt vegna hrunsins, hann skammaði þau vegna þess hvernig þau brugðust við. Mjög greinilegur munur.

Jón, 28.10.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband