Núna er það að skella á

Lagasetningin þar sem  við, börnin okkar og barnabörn erum skuldsett vegna eins stærsta láns í erlendri mynt sem tekið hefur verið á Íslandi.  Stjórnin skellir skollaeyrum við áliti þjóðarinnar, er ekki kominn tími til þess að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar þessu láni? 

Ég er ein af þeim sem mættu til þess að mótmæla IceSlave, ég mætti 4 sinnum og skammaðist ég mín fyrir hönd þjóðarinnar þegar örfáir mættu á Austurvöll til þess að mótmæla.  Ég þekkti flesta þeirra með nafni, það er sama fólkið sem hefur mætt á flest mótmælin. 

Er fólki sama?  Ætlar það bara að borga allt í topp, og lifa við skert lífskjör næstu áratugi?  Ég er hætt að skilja doðann og aðgerðaleysið sem hrjáir fólk, öllum virðist vera sama um allt og alla. 


mbl.is Icesave afgreitt út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég mætti oftar,séstaklega í vor og sumar(eða haust).En það eru skipuleg mótmæli á morgun kl 13.30, Sjáumst,nú skal taka á því.

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég mætti þrisvar og var alltaf jafn hissa á slælegri mætingu.  Ég hafði mig nú ekki mikið í frammi, en vildi sína samstöðu.

Ég vinn með mörgum útlendingum og eftir því sem þeir sögðu á þessum tíma botnuðu þeir ekkert í okkur Íslendingum.  Ef slíkt hefði gerst í þeirra heimalöndum hefðu verið brjáluð uppþot upp á hvern dag og væru líklega enn.

En það er alltaf sama sagan með þessa þjóð.  Hún er algjörlega minnislaus og hver og einn tuðar bara og nöldrar í sínu horni. 

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband