Sparnaður

Ég er með nokkrar hugmyndir um það hvernig spara má. 

Fyrst búið er að þrengja meira en nóg að heimilum landsins, hvernig væri að skera niður í stjórnsýslunni? 

 Gera flatann niðurskurð á nefndum og nefndarlaunum um t.d 50% 

 Hvernig væri að skera niður dagpeninga, og ferðapeninga um 50%.   

Hvernig væri að loka öllum sendiráðum nema einu í hverri heimsálfu? 

 Leggja niður bílafríðindi hjá þeim sem vel hafa efni á því að keyra eigin bíla í og úr vinnu? 

Allskonar bitlinga sem sjálftökuliðið hefur skammtað sér umfram aðra undanfarin 25 ár, þar hlýtur að leynast allskonar óþarfi sem skera má niður?   Maður spyr sig. 


mbl.is Fjáraukalög rædd á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Tek undir það,margar þessara nefnda eru lítt þarfar og mannfrekar.
 Vinkona mín var í kirkjugarðsnefnd. Hún furðaði sig á skipan þessarar nefndar. Þar sem nokkur ár eru síðan, treysti ég mér  ekki að muna svo rétt fari með,en man þó að henni fannst ekkert gerast,þá nennti hún ekki lengur   og sagði sig úr henni, Ekki man ég hver launin voru.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það má líka spara þessar 100 millur sem hent er í Þjóðmenningarhúsið.

Þráinn Jökull Elísson, 1.12.2009 kl. 02:39

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég var að lesa um skóla úti á landi sem nær fram góðum sparnaði á ársgrundvelli með því að önnur hver pera var skúfuð úr ljósastæðum skólans.  Þetta mætti gera í öllum opinberum byggingum.

  Það fara ótrúlega háar upphæðir í nefndarkónga.  Og iðulega út úr korti.  Óskar Bergsson fékk fjögur hundruð þúsund kall á mánuði fyrir 15 klukkutíma fundarsetu á viku þegar hann var í eftirlitsráði Faxaflóahafna.  Samtímis var hann með annan fjögur hundruð þúsund kall fyrir að vera formaður framkvæmdaráðs og varaborgarfulltrúi.

  Gísli Marteinn var með 50 þúsund kall - að mig minnir - fyrir hvern fund sem hann sótti í einhverri nefnd.  Var það ekki Dagur B.  sem fékk hundrað þúsund kall fyrir hvern fund sem hann sótti í einhverri nefndinni?

  Mörg mörg þúsund manns sitja í launuðum nefndum á vegum ríkisins.  Flestum til óþurftar.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 03:21

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Fínar tillögur.  Ég mæli líka með því að leggja niður forsetaembættið.  Það er og hefur lengi verið til óþurftar.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.12.2009 kl. 10:09

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir ykkar inlegg í þessar sparnaðartillögur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2009 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband