Tafir á endurreisn Íslands?

Hvaða endurreisn?  Endurreisn spillingaraflanna?  Ég held að biðin eftir réttlátri og sanngjarnri endurreisn sé óendanleg.  Það er verið að endurreisa gamla Ísland, með gömlu klíkunum, með gömlu flokkspólitísku ráðstöfunum. 

 Ég held að hver stund sem hann Ólafur Ragnar Grímsson tekur sér til umhugsunar sé góð stund sem vel verður varið.  Það má aldrei samþykkja þessa nýju útgáfu af IceSlave án fyrirvaranna sem samþykktir voru síðastliðið sumar.  Dagur B. Eggertsson getur alveg andað rólega, himin og jörð munu ekki farast til morguns.  

Ég held að samninganefnd Svavars Gestssonar hafi skaðað hagsmuni okkar Íslendinga meira en þessi umhugsunarfrestur sem hann Ó.R.G tekur sér.  Hann Svavar nennti ekki að vinna vinnuna sína í samninganefndinni, eða hafði ekki áhuga á hagsmunum okkar Íslendinga.  Hann virðist hafa borið hagsmuni Breta og Hollendinga meira fyrir brjósti en okkar Íslendinga. 


mbl.is Kann að hafa skaðað Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að bakhjarlar Dags B. Eggertssonar og annarra Samspillingarmanna, t.d Jón Násker og Björgólfur Thor hljóti að vera ánægðir með sinn mann.  Mann sem þeir keyptu ásamt allt of mörgum öðrum alþingismönnum.  Allavega virðist allt vera gert til þess að vernda raunverulega glæpamenn hrunsins.  Þeir virðast vera stikkfrí í rannsókninni á hruninu.  Allir ganga þeir ennþá lausir 15 mánuðum eftir hrun.  Og ekki er búið að frysta eigur þeirra sem mesta ábyrgð bera á hruninu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.1.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóna Kolbrún,nú er ég klíka,þótt segi meiningu mína fullum fetum,þá skít ég ekki alvarlega á Dag. Hann er giftur yndislegri frænku mannsins míns sáluga. Svo náin er þessi fjölskylda,tengdamamma Dags er bróðurdóttir manns míns og uppeldissystir,því hún er alin upp hjá ömmu sinni og afa.Auk þess er hennar maður (læknir þau búa í Svíþjóð)sonur stórvinkonu(Huldu Péturs heitinnar)minnar sem eiginlega allir virtu,hún var framsóknarmaður,enda frá Húsavík. Ætlaði að senda þetta í skilaboðum,en sá svo að mér. Þetta er svona á Íslandi og mjög erfitt oft,þótt ættingjar takist nú ekki á. Ef hjón T.D. eru í sín hverjum flokknum,gerir það lítið til,þegar þau eru ekki í baráttunni sjálf.Þannig er með vinahjón á Skaganum,karlinn í V.G.en hún í Sjálfstæðisflokknum.Svo er bara glensast með það.    Fer að sofa svo vakni kl. 11,00,ef illa fer er plan B,tilbúið

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband