6.1.2010 | 01:33
Að lágmarka ókyrrðina
Stjórnin hefði betur unnið með þjóðinni, en ekki á móti henni undanfarna mánuði. Allt kapp var lagt á það að bjarga fjármagnseigendunum, um þá var slegin skjaldborg. Þjóðin sem bjóst við skjaldborg, var illilega svikin, gjöld og skattar voru einu úrræðin sem stjórninni datt í hug. Allar þessar hækkanir hafa bein áhrif á verðtryggðu lánin okkar, en ekkert tillit var tekið til okkar sem reynum að standa í skilum með verðtryggðu lánin. Þau hækka í hverjum mánuði.
Óvissan um eignarhaldið á endurreistu bönkunum er algjör, "kröfuhafar" hverjir eru þessir kröfuhafar? Afhverju voru niðurfelldar skuldir bankanna? En okkar endurreistar, og verðtryggðar í topp? Ósanngirnin hefur verið algjör. Ennþá leika lausum hala útrásarbarónarnir sem voru valdir að hruninu, ekki ein einasta eign hefur verir fryst. Ég trúi því að þegar við fáum að sjá smá réttlæti, að fjármálaböðlarnir fái stöðu grunaðra og eignir þeirra frystar. Þá mun allavega ég gleðjast og fagna.
Nú er kannski lag að byggja nýtt Ísland, ekki halda áfram að endurbyggja gamla Ísland!!
Sammála um að lágmarka ókyrrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl; Jóna Kolbrún, æfinlega !
Vel mælt; eins og þér var lagið, að vanda.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 01:59
Þetta er óborganleg fyrirsögn bæði hjá þér og mbl.is. Þínar tillögur eru þó margfalt betur til þess fallnar að „lágmarka ókyrrðina“ en þær sem hafðar eru eftir Jóhönnu og Steingrími!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.1.2010 kl. 02:42
Sæl Jóna. Langt síðan ég hef bloggað eða skilið eftir mig spor hér. Gleðilegt ár.
Tek undir með þér. Og þegar fólk er bókstaflega að missa ofan af sér lífsstarfið eða ígildi þess, á meðan þetta útrásarhyski heldur árfam að rótast í sínu eins og ekkert hafi í skorist, svellur manni reiði í brjósti.
Einar Örn Einarsson, 6.1.2010 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.