7.1.2010 | 02:12
Loksins!!
Erum við Íslendingar farin að spyrna við fótum, mér finnst það löngu tímabært. Ég er ekki að skilja hversvegna Bretar og Hollendingar gátu valtað svona yfir samninganefnd Svavars Gestssonar, og hversvegna Svavar var valinn sem í samninganefndina fyrir okkar hönd. Það er ekki eins og hæfasti Íslendingurinn hafi verið valinn sem fulltrúi okkar í samninganefndinni sem samþykkti allt sem Hollendingar og Bretar sögðu.
Venjulega eru samninganefndir til þess skipaðar að samningsaðilar gæti hagsmuna umbjóðenda sinna. Það er víst að íslenska samninganefndin nennti ekki að gæta hagsmuna okkar í samningunum.
Ég verð samt að hæla Steingrími J. Sigfússyni fyrir viðtalið á channel 4 í gærkvöldi, hann talaði loksins fyrir okkar hönd, en ekki sem fulltrúi Breta og Hollendinga. Steingrímur takk fyrir að láta Bretana heyra það, LOKSINS:
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Það er ekki eins og hæfasti Íslendingurinn hafi verið valinn sem fulltrúi okkar í samninganefndinni sem samþykkti allt sem Hollendingar og Bretar sögðu."
Fyrirgefðu orðalagið kæra Jóna, en þetta er nú meiri vitleysan. Þessu trúir enginn í alvöru.
Þetta er allt að rúlla sinn veg, kíktu yfir gömlu bloggin mín þar sem ég spáði hvað myndi gerast, allt hefur þar gengið eftir en sem komið er.
Rúnar Þór Þórarinsson, 7.1.2010 kl. 03:23
Þetta kallast utanlands minnimáttarkend, undirlægjuháttur og snobb sem hefur einkennt flesta ráðamenn hér.
Júlíus Björnsson, 7.1.2010 kl. 06:41
Ólafur stendur sig gríðarlega vel, hann veit alveg hvað hann er að gera og getur svo sannarlega komið okkar málstað vel til skila. En það var ömurlegt að sjá úrklippuna með forsætisráherranum okkar, hún er náttúrlega afar vonsvikin eftir að hafa tapað sínu eina baráttumáli sem var að koma Íslandi í ESB. Hefur Samfylkingin eitthvað erindi í ríkisstjórn núna? Eru þau ekki alltof löskuð eftir ESB aðildartapið til að geta unnið þjóðinni gagn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:37
Steingrímur stóð sig vel á Channel 4 og núna er hans tími kominn.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:38
Er hægt að sjá Steingrím á Ch4 e-s staðar á netinu?
Eygló, 7.1.2010 kl. 13:33
Eygló er man ekki á hvaða bloggi ég fann tengilinn á viðtalið við Steingrím á channel 4. Ég ætla að prófa að Googla það. http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1184614595?bctid=60474005001 Þarna fann ég viðtalið aftur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:11
Takk gæskan, hann var ágætur þótt ekki alveg reiprennandi í tungumálinu. :)
Eygló, 8.1.2010 kl. 02:08
Mér fannst Steingrímur hvorki nógu kokhraustur eða borubrattur sem fjármálaráðherra á alþjóðamælikvarða.
Ólafur sem og Vigdís sannir yfirstéttar heimsborgarar. Þetta skiptir máli fyrir þá sem vilja láta EU yfirstéttina hlusta á sig yfirleitt. Kurteisi merkir að kunna hirðsiði. Það má ekki lesa úr andliti eða raddblæ. Hvað er fyrir innan grímuna.
Júlíus Björnsson, 8.1.2010 kl. 04:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.