Íslendingur ársins?

Ef ég gæti kosið um Íslending ársins væri það Eva Joly, hún hefur reynst okkar besti bandamaður í sambandi við IceSlave.  Erlendir embættismenn bera greinilega mikla virðingu fyrir henni og skoðunum hennar.   Að ráða hana sem ráðgjafa við embætti sérstaks saksóknara, er það næstum það eina góða sem sitjandi stjórn hefur gert.  Ólafur Ragnar Grímsson er í öðru sætinu á listanum yfir Íslendinga ársins.  En hafa ber það í huga að þetta ár er aðeins viku gamalt. 

 Stjórnin virðist hafa borið hag Breta og Hollendinga meira fyrir brjósti en okkar Íslendinga.  Mér finnst Össur, Jóhanna og Steingrímur hafa svikið okkur Íslendinga með því að sitja á svikráðum með Bretum, Hollendingum og ótrúlegu offorsi þeirra vegna IceSlave nauðungarinnar.  Það er ekki hægt að kalla þennan samning annað en nauðungarsamning sem þröngvað var uppá þjóðina.  Samning sem skerðir lífskjör okkar um ókomin ár. 

 

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Sammála Jóna. Kemur hjálpin að utan þegar neyðin er mest?

Helga Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 01:16

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjálpin að utan styrkir okkur, núna þegar við þurfum að sitja undir árásum íslenskra stjórnvalda og fjölmiðla. Útlendingar virðast hafa meiri skilning á vanda okkar en Össur, Jóhanna og Steingrímur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband