Afhverju ekki rafræna kosningu líka?

Það gæti ábyggilega sparað nokkrar milljónir að leyfa fólki að kjósa í gegnum annaðhvort heimabankann sinn eða í gegnum aðganginn sem flestir hafa að rsk.is.  Ég skil ekki hversvegna við þurfum að hafa svona gamaldags kosningu í þessarri þjóðaratkvæðisgreiðslu sem framundan er. 

Ég er fylgjandi því að spara hvar sem hægt er að spara.  Hugsið ykkur allann pappírinn sem sparast ef t.d 50-60 % fólks kýs á netinu.  


mbl.is Á sama tíma um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað segir mér nú að það sé allnokkru dýrara að framkvæma rafræna kosninguna heldur en þá hefðbundnu. Að því sögðu þykir mér sjálfsagt að boðið sé upp á rafræna kosningu, enda kosningar alls ekki dýrar.

Seinustu nokkrar Alþingiskosningar kostuðu eitthvað milli 60 og 70 ef mig minnir rétt, sem er dropi í hafi og hefur alltaf verið. Einu raunverulegu vandamálin við lýðræði og framfarir í lýðræðið eru pólitísk, alls ekki tæknileg. Þannig að ég spyr með þér, af hverju ekki rafræna kosningu líka?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband