10.1.2010 | 03:33
Ég er ekki að skilja
Hversvegna vill fólk sjálfviljugt borga skuld sem það hefur ekki stofnað til? Hvað fær t.d föður margra barna til þess að vilja borga IceSlave skuldina sem hann hafði engann arð af? Hvað fær móður til þess að vilja bara borga IceSlave afþví að það er rétt að gera Það?
Hvað fær stjórnvöld til þess að láta okkur almúgann borga fyrir afglöp fárra útvalinna "einkavina" Davíðs? Hvað fær stjórnvöld til þess að frysta ekki eigur þessarra sömu "einkavina" Davíðs? Hversvegna hafa þeir sem raunverulega urðu valdir að hruninu hérna ekki einu sinni verið kallaðir til yfirheyrslu? Hversvegna halda núverandi stjórnarliðar líka verndarhendi yfir "einkavinum" Davíðs. Og náttúrulega líka yfir "einkavini" Samspillingarinnar, Jóni Ásgeir?
Ég er ekki að skilja hvað fær stjórnmálamenn til þess að vilja borga skuld sem þeir hafa ekki stofnað til? Af því bara? Er það svarið? Af því bara? Ég er ekki að skilja þetta.
Er ekki grundvallaratriði að vita hvort skuldin sé okkar að borga áður en byrjað verður að borga? Er ekki grundvallaratriði að sækja fyrst eigur þess sem stofnaði til skuldarinnar, áður en aðrir eru gerðir ábyrgir fyrir greiðslunni?
BBC ræðir við Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=HK2P78yP5ic Þetta er myndband sem hægt er að senda vinum í útlöndum og heitir það Icelandi is under attack. Það er mjög fróðlegt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.1.2010 kl. 04:39
hæ hæ - ég er nú sá fimm barna faðir tek þátt í að svara spurningum í þessari grein, ég sagði við viðkomandi að áður en álögur yrðu lagaðar á almenning hér ætti að taka eigur þeirra sem eru ábyrgir og eigur bankanna upp í þessa skuld, einnig sagði ég henni að mér finndust þetta ósanngjarnir samningar en ef okkur bæri lagaleg skilda til að borga þá ætti það að vera með sanngjörnum hætti. - Í Silfrinu í dag hefur komið í ljós að okkur ber ekki skilda til þess lagalega að greiða þetta
Steinar Immanúel Sörensson, 10.1.2010 kl. 14:54
ÆÆ þar hitti vel á vondann. Ekki var ég að tala um einhvern sérstakann þegar ég skrifaði þessa færslu. Tveir af viðmælendunum voru til í að borga, þeir gætu líka hafa átt slatta af börnum, svo nefndi ég mæður sem voru ekki einu sinni í viðtalinu
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.1.2010 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.