18.1.2010 | 01:41
Merkilegt hversu oft hann er í mótsögn við sjálfann sig
Steingrímur J. Sigfússon hefur verið ötull þingmaður á meðan hann var í stjórnarandstöðu, núna kemur hann með yfirlýsingar á hverjum degi sem eru í mótsögn við hans eigin orð á meðan hann var í stjórnarandstöðu.
Ég hef verið að spá í það hversvegna hann Steingrímur hefur breytt málflutningi sínum í öllum aðalmálum dagsins í dag? Hvað gengur honum til? Á að gera hvað sem er til þess að reyna að halda völdum? Heldur hann að hann græði eitthvað á því að gera allt í andstöðu við þjóðina og þjóðarpúlsinn? Hefur hann yfirleitt fingur á þjóðarpúlsinum í dag? Ég segi nei. Og ég ætla að hafna IceSlave samninginum, þegar ég fæ loksins að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði.
Ekki of flókið árið 2003 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sjá allir að þessi maður er ekki sá sami,eitthvað hefur hent hann.
Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 02:01
Steingrímur J. Sigfússon er einn af fáum þingmönnum sem ég bar virðingu fyrir. Mér fannst hann alltaf vinna vinnuna sína svo vel, núna er hann ekki að vinna fyrir okkur þjóðina. Hann er búinn að fá þjóðina upp á móti sér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2010 kl. 02:24
Það er eitthvað í sambandi við stjórnarmyndun og síðar -starfið.
Hann hefur þurft að kyngja, og það ekki bara bitum heldur heilu nautpeningunum.
Til að halda sinni stöðu? Til að halda vinstri stjórn?
Annað hvort eða hvort tveggja.
Eygló, 18.1.2010 kl. 02:31
Sennilega hvort tveggja, því miður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2010 kl. 02:40
Er innilega ósammála; Tel enn og trúi að Steingrímur sé að vinna samkvæmt bestu getu og samvisku í skelfilegum aðstæðum, sem hann skóp ekki !
Þið viljið kannski frekar fá gulldengsana Bjarna Ben og Sigm. Davíð ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.1.2010 kl. 04:27
Hildur. Er Steingrímur yfir gagnrýni hafin út frá þessari röksemd? "Viltu að ljóti kallinn komi og taki þig?" taktík. Berð þú ekki traust til okkar að vinna úr þeim málum. Heldur þú virkilega að þeir fái frið fyrir þjóðinni ef þeir láta ekki að stjórn? Ég er með fréttir fyrir þig: Nei.
Ef þú nærð ekki hausnum upp úr flokkslínulegum skotgröfum, þá get ég ekki hjálpað þér. Þetta er fötlun sem asi margir pólitíkusar eiga við. Þú mátt vita að það sem um ræðir hér i samfélaginu rís langt ofar slíku og er ekki markað af slíkum línum. Hvað þarf til að þú sjáir það? 100% fylgni?
Ég vil svo nefna tvískinnunginn á Akureyri þar sem augljóst var að flokkurinn var klofinn eða í hreinni andstöðu við stjórn hans, en samt var lýst yfir trausti! Eitt mál var ekki minnst á einu orði á umræddu þingi og engin afstaða tjáð: IceSave. Dettur einhverjum í hug að þetta sé fólk með fullum fimm?
Ef hann er að vinna samkvæmt best getu og samvisku, þá er hann getulaus og samviskulaus. Flóknara er það ekki Hildur mín.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 06:14
VInstri Grænir eiga sér framtíð ef þeir snúa sér að Ögmundi og Lilju Mósesdóttur og leiða Steingrím og menningarelítuna niður stigann ofan í grasrótina. Þau eru ekki með hausinn nálægt því sem fólk er að hugsa. Úr öllu sambandi við lífið. En er Steingrímur ekki bara að sýna sinn rétta mann, tækifærissinnan sem hann er eftir allt saman?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2010 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.