Handboltinn hefur góð áhrif á mig

Það finnst mér allavega, ég hef horft á allar beinu útsendingarnar frá EM.  Ég verð að viðurkenna það að ég hlakka ekki til þess að horfa á leikinn við Frakkana á laugardaginn, það verður örugglega taugatrekkjandi leikur fyrir okkur Íslendinga.  Það er spurning klukkan hvað leikurinn verður, þar sem ég hafði ákveðið að mæta á mótmælafund á laugardaginn klukkan 15.00. 

Vonandi verður leikurinn ekki fyrr en seinna um daginn, ég vil hvorki missa af leiknum né mótmælafundinum.  Ef tími þessarra tveggja atburða skarast mun ég velja leikinn við Frakkana það er engin spurning. 


mbl.is Ísland í undanúrslit á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikurinn er að ég held kl 13.00.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:12

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ok takk. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann er allavega klukkan 14 í Vín.  Kannski munar einum tíma á Reykjavík og Vín.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

"Það mun ekki liggja fyrir fyrr en fyrri partinn á morgun hvort viðureign Íslands og Frakklands verður klukkan 13 á laugardag eða klukkan 15.30, að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands."   <-Þannig að það ræðst á morgun hvort ég mæti á fundinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2010 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband