Misvísandi fréttir

Það er greinilegt að Steingrímur J Sigfússon, Bjarni Ben, og Sigmundur Davið hafa ekki verið á sama fundi og maðurinn sem þetta er haft eftir " 

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, hvikaði ekki frá þeirri kröfu hollenskra stjórnvalda á fundi með fulltrúum þriggja íslenskra stjórnmálaflokka í dag að Ísland greiði 1,3 milljarða evra lán vegna Icesave að fullu. Paul Myners, bankamálaráðherra Bretlands, sat einnig fundinn.

Fundað var í fjármálaráðuneytinu í Haag en á fundinn mættu fyrir Íslands hönd Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins." 

 Þessi frétt birtist hérna á mbl.is fyrr í kvöld.  Ætli þessir fimm hafi verið á sama fundi?  Mér er spurn. 

Það er orðið mjög greinilegt að formenn flokkanna ætla að gera hvað sem er til þess að fresta eða að fella niður þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fara á fram þann 6. mars.  Það er réttindamál okkar Íslendinga að við fáum að segja okkar álit í þjóðaratkvæðagreiðslunni mikilvægu, það er sagt að augu heimsins hvíli á okkur núna.  Við sem þjóð verðum að hafna IceSlave samninginum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þannig náum við fram réttlæti og sanngirni. 


mbl.is Bjartsýnir eftir fund í Haag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóna Kolbrún ég verð ekki heima 6.mars,því kýs ég á mánudag hjá síslumanni.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kýs kannski líka utan kjörfundar, bara svona til öryggis.  Ég kýs að hafna IceSlave samninginum, og vona ég að sem flestir séu sammála mér í því.  Við þurfum stóran meirihluta til þess að láta heimsbyggðina vita að við verðum ekki kúguð til þess að taka ábyrgð á heimskreppunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.1.2010 kl. 02:36

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Jóna Kolbrún:  Ef okkur auðnast gæfa til að standa þétt saman í þessu máli og segja nei!!!, þá verður eftirleikurinn svo mikklu léttari.

  Það var miður að þingmennirnir og óráðsherrann skyldu enn einu sinni niður lægja okkur og uppýsa nauðungaröfl Evrópu um samstöðuleysi þingsins í þessu máli.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.1.2010 kl. 11:44

4 Smámynd: Hörður J Oddfríðarson

Ég er á því að málið snýst ekki um hvort við eigum að borga lágmarksinnistæðutrygginguna eða ekki á þessum tímapunkti.  Við þurfum að koma Icesavemálum aftur fyrir og komast í uppbygginguna.  Sammála þér Jóna Kolbrún um að við eigum að fá að kjósa um ríkisábyrgðina, það er þjóðinni nauðsynlegt en ég er líka efins um að það sé réttur tímapunktur að kjósa um hana ef innan við vika er liðin frá því að skýrsla rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir.  Ég geri mér litlar vonir um að lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og mál standa, en það er skýlaus réttur okkar að kjósa.  Hvort sem við erum flokksbundin einhversstaðar eða ekki, hvort sem við erum með eða á móti ríkisstjórninni, hvort sem við viljum samþykkja eða hafna lögunum - þjóðin á rétt á þessum kosningum vegna ákvæða stjórnarskrárinnar. 

Hörður J Oddfríðarson, 30.1.2010 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband