31.1.2010 | 01:23
Af hverju er mönnunum sleppt strax?
Er það ekki venjan að sækja um gæsluvarðhald þegar stórfelld brot eru rannsökuð? Þjónar það rannsóknarhagsmunum að sleppa mönnunum fjórum svo þeir geti borið saman bækur sínar og kannski haft samráð? Þegar kemur að næstu yfirheyrslum? Eða á kannski ekki að yfirheyra þá aftur? Er málið fullrannsakað?
Ég er ekki að skilja þessa linkind sem þessum fjórum " Hýenum " sem er ekkert heilagt, þeir virðast hafa ráðist gegn þjóð sinni sem er í vanda, og með því aukið vanda okkar. Allt fyrir peninga sem þeir tóku sér frá okkur fólkinu. Ætli foreldrar þeirra og ættmenni séu stolt af "drengjunum sínum" ? Ég vil sjá harðar refsingar fyrir svona svikara, sem ætla að mata krókinn á minn kostnað, barnanna minna og barnabarna. Svona menn vil ég sjá rassskellta á almannafæri.
Athugasemdir
yesssss
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 01:38
Ástæða þess hlýtur að vera sú að rannsóknarhagsmunir krefjist ekki gæsluvarðhalds. Auðvitað eru þetta gríðarlega stór brot og frábært að þau skuli vera rannsökuð að því er virðist af mikilli festu og röggsemi.
Það eru líka örugglega til heilmikil gögn í svona máli, gagnstætt við marga aðra glæpi ens og líkamsárásir, morð og annað þar sem sönnunargögn eru af skornum skammti.
Ég hef þá trú að brátt verið farið að horfa á okkur sem fyrirmynd annara þjóða, vegna þess hvað tekið er vel og skipulega á afbrotum tengdum hruninu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 01:43
Hólmfríður það þarf að deprogramera þig, afrugla fattarðu? bank bank er einhver þarna inni? Hvaða naivismi er þetta eiginlega í fullorðinni konu?
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 01:56
Þessir menn eru í "klíkunni". Sannið til: Engir úr kókaín-deild útrásarvillinga, gjaldeyrissvindlara eða aðrir hvítflibbakrimmar verða sóttir til saka hvað sem kemur út úr rannsóknum á þeirra þætti í efnahagshruninu. Þetta lið er varið í bak og fyrir, tilheyrir "klíkunni; er búið að fjármagna sína stjórnmálamenn til metorða og uppskera eftir því.
Kannski verður örfáum peðum fórnað. Önnur verður niðurstaðan ekki.
Jens Guð, 31.1.2010 kl. 01:56
sammála, skítapakk allt saman.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 01:59
Ég undrast hversvegna ekki er krafist gæsluvarðhalds á þessum hýenum. Sem voru að græða á eymd okkar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2010 kl. 02:20
Ég er fullkomnlega sammála Jens í þessu, þetta eru krimma-stjórnvöld og ekkert annað, allt í stíl.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 02:22
Ég held að Hólmfríður ætti að taka höfuðið ofan úr skýjunum, hún ver spillingarliðið út í eitt. Hún ætti að taka að sér ásamt börnum sínum og barnabörnum greiðsluna á IceSlave, hún virðist hafa þrælslund.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2010 kl. 02:22
Ég hef það samkvæmt áræðanlegum heimildum að Hólmfríður sé hinn nýskipaði foringi STASI á Íslandi:).
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 02:26
Ef að Jón Ásgeir og Ólafur í Samskip væri dæmdur samkvæmt sama refsiramma og Lalli Johns, þá sæti hann nú inni til nokkuð margra ára, það er þó ekki sama hver er virðist vera.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 03:26
Sælt veri fólkið. Eitt gleymist alveg þegar Lalli Johns og peningagreyfarnir eru bornir saman og það er að Lalli hefur ekki efni á eins góðum lögfræðingum og greyfarnir.
Ég er ekki á nokkurn hátt að verja peningagreyfana og heldur ekki dómskerfið, en sú rannsóknarvinna sem hér fer fram er gríðarlega flókin.
Peningagreyfarnir höfðu fjölda manns í vinnu til að villa um fyrir yfirvöldum og eins til að finna smugur í túkun lagabókstafsins. Við þetta eru rannsóknaraðilra að fást og þá gengur oft treglega.
Eitt feilspor hjá þeim sem rannsakar getur spillt allri þeirri vinnu sem unnin hefur verið.
Hef unnið við að gera kröfur til vinnuveitenda um ógreidd laun starfmanna og veit að mörgum finnst sá ferill langur og tafsamur. En þar er lögum samkvæmt ákveðið ferli til staðar sem þarf að fylgja svo rétti launamannsins sé ekki fyrirgert.
Þetta með hausinn - skýin og fattarann finnst mér aðeins ofsagt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 10:03
Já þú horfir fram hjá því Hólmfríður að sumir þessara manna hafa hlotið dóma fyrir mjög alvaræeg brot samanber Jón Ágeir en dómarnir eru brandari.
Ég er hræddur um að það skrifist ekki á lögfræðinga Baugs heldur ákvörðun dómara.
Ólafur í Samskip er stórglæpamaður sem einfalt er að koma undir lög enda liggur mál hans við Kaupþing mjög ljóst fyrir öllum sem að því hafa komið. Það mál er einfalt, jafn einfalt og innbrot í sjoppu.
Það stendur bara ekki til að dæma þessa menn heldur þvert á móti ef þú fylgist með, þá er verið að verja þá þessa dagana og verðlauna þá með gjöfum.
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 12:58
Er urrandi sammála ykkur en engist í forundran yfir þessum trúarbrögðum Hólmfríðar:
"Ég hef þá trú að brátt verið farið að horfa á okkur sem fyrirmynd annara þjóða, vegna þess hvað tekið er vel og skipulega á afbrotum tengdum hruninu."
Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 17:38
sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:22
Jenný Stefanía, ég vona líka að farið verði að horfa á okkur sem fyrirmyndir annarra þjóða. Þá verður við að kjósa og fella IceSlave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 6. mars. Þangað til á ekki að ganga til samningaviðræðna við neinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.2.2010 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.