Ég er ómenntuð og vísast til fáfróð um hin ýmsu mál

Samt hef ég verið að velta fyrir mér hvernig spara má í heilbrigðiskerfinu og Tryggingarstofnun.  Ég held að ég hafi rekið höfuðið í að detta svona rugl í hug.  Ég hef átt samræður við marga undanfarin ár, vegna ýmissa ferliverka innan Tryggingarstofnunarinnar.  Það fyrsta sem mér dettur í hug eru nokkrar spurningar. 

Ég á son sem er með Asperger heilkenni, ég var að fá bréf frá Tryggingarstofnun um það að ég þyrfti að fara að leggja af stað í sendiferðir fyrir Tryggingarstofnun, til þess að fá lítilræði í umönnunarbætur fyrir hann.  Ég þarf að fara og fá nýtt læknisvottorð, kannski hefur orðið kraftaverk og sonur minn er ekki lengur með Asperger?   Svo veit ég að einhver fótalaus kannski eldri maður þarf að fara í gegn um sama ferli, fara til læknis og fá vottorð um það að hann sé örugglega ennþá fótalaus.  Og konan sem missti vinstri handlegg við olnboga þarf örugglega líka að fara til læknis og sanna að hún sé ennþá handleggjalaus til þess að fá einhverjar bætur þetta árið.

Kannast einhver við svona, hvað væri hægt að spara margar vinnustundir fyrir lækna og sjúklinga ef ekki þyrfti að skila vottorði á hverju ári til Tryggingarstofnunarinnar?  Nokkrar milljónir eða kannski milljarð?  Mér er spurn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er þetta bara til þess að ýmsir gæðingar og skriffinnar hafi vinnu?  Hvað ætli þetta kosti þjóðfélagið á ársgrundvelli?  Ég er orðin frekar spennt að vita nákvæmlega hvað þetta ferli kostar okkur skattgreiðendur á ári. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2010 kl. 02:47

2 identicon

Þetta er alveg fáránlegt og mörg dæmi um 100% öryrkja til 30-40 ára sem þurfa stanslaust að fara aftur og aftur í nýtt mat. Alveg ótrúlegt.

sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 05:18

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kæra Jóna,

Smá heilræði frá mér "menntaðri" konunni, Aldrei! skaltu setja samasem merki við "ómenntun" og "fáfræði".  Þú veist líklega miklu betur en margir aðrir sem skundað hafa óralanga menntavegi, að menntun og fræði fara sjaldan saman, ef viðkomandi hefur ekki yfir að ráða:

"hvassan skilning, haga hönd og hjartað sanna og góða" eins og Klettafjaldaskáldið sagði, sem þó var haldin ákveðnni tregablandinni virðingu gagnvart lærdómshrókunum, eins og hann kallaði þá gjarnar.

Þetta er það sem gildir auk "common sense, that aint so common",og sýnist  að sparnaðartillögur þínar og því sem trommarinn bendir á, sé fullgillt "common sense"

Takk fyrir og góða nótt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 31.1.2010 kl. 06:14

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Upphaflega hefur þetta örugglega verið sett á til að koma í veg fyrir að fólk "festist inni" á bótum, eins og það er kallað. Þetta er löngu farið að snúast upp í andhverfu sína.

Annað er það sem mér finnst mjög neikvætt við þjónustu af þessu tagi er að álíta að umsækendur séu að svíkja og pretta.

Aðaltilgangurinn sé að gæta að buddu vinnuveitandans en ekki að upplýsa notendur þjónustunnar.

Tek fram að þetta er tilfinning sem ég hef, en getur ekki gilt um allt starfsfólk í þjónustu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 09:47

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek fyllilega undir með þér Jóna Kolbrún um vottorðafarganið. Þar má örugglega spara stórfé og leggja af óþarfa fyrirhöfn okkar notenda þjónustunnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 10:06

6 identicon

Undirskriftasöfnun www.afram-island.is ...beintengt við þjóðskrá...skráið ykkur og látið alla vita....við viljum dómstólaleiðina

sandkassi (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 18:23

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gífurlegur kostnaðarvöxtur við rekstur fjármálageira hófst hér samfara aðild EFTA að EU, upptaka stýrilaga [regluverki] á samþættingarferil sem á að skila [fjármála] þroska til að geta sótt um formlega aðild í fyllingu tímans: sjá stjórnaskrá EU á blogginu mínu á Íslensku frá 1965.  

Kostnaðar ofþenslan sprakk og þá liggur náttúrlega eðlilega við að skera þennan þjóðfélagskostnað niður í þann 1994. 

Nei Samfylking í tveimur Ríkisstjórnum hefur grátbeðið AGS[IMF] um að endurreisa hann. 

Allt annað má skera niður. 

Bendi ykkur á að Ríkistjórnar samþykktar leiðréttingar á höfuðstólsskuldum í búða lánnanna  það er gervi EU-sinnanna eru alls ekki í samræmi við anda EU sem kemur fram í Tilskipun um innlánatryggingarkerfi til að forða lokun banka[ ef ein hrynur ekki þá hrynur ekki kerfið].

Hér fær ein fjölskyld afskrifaðar 80 millijónir  en 20 fá ekki ekki afskrifaðar 4 milljónir af því þær eyddu séreigna lífeyrissparnið til að vera í skilum.

t) Hér er verið að vísa til fjöldans en ekki heildar upphæð einnar kennitölu.

 

íhuga að [þar eð] grunnforsenda um takmörkun samstillts lámarks vegna innlánara en ekki vegna innlána hefur verið höfð í huga; [þar eð]  það er við hæfi, frá þessu sjónarhorni, að taka til íhugunar innlán innt af hendi innlánaranna sem, annaðhvort eru ekki teknir fram sem handhafar reiknings, eða eru ekki hans einstöku handhafar; [þar eð] takmarkið á þess vegna að vera beitt á sérhvern innlánara sem borið er kennsl á; [þar eð] þetta ætti samt sem áður ekki að beitast á sameiginlegra skipulagðar [framkvæmda] fjárfestingar sem falla undir sérstakar verndarreglur sem ekki eru til fyrir áðurnefndum innlánunum;

 

 

p) Hér er varað við of lágu lámarki m.t.t. að trúverðuleiki bankakerfisins byggist á fjölda einstaklinga. 

 

íhuga, hinsvegar, að [þar eð] lámark [upp]hæðar tryggingar sem er séð fyrir með þessari tilskipun ætti ekki láta vera án verndar hlutfallslegan part of umtalsverðan innlánanna, í [hagsmuna]þágu jafnt verndar neytenda sem varanleika og jafnvægi fjármálakerfis; [þar eð], annarsvegar, er það ekki við hæfi að leggja í öllu Samneytinu[ESB] á [upp]hæð verndar sem, í tilteknum tilfellum, gæti haft þá afleiðingu að hvetja til ekki [fjárhagslega] trausts reksturs lánastofnanna; [þar eð]  það er við hæfi að taka með í reikninginn fjármögnunarkostnað tryggingarkerfanna; [þar eð] það virðist sanngjarnt að skorða samstillt lámark [upp]hæð tryggingar 20 000 evrur; [þar eð] takmörkuð bráðabrigða ákvæði gætu verið nauðsynleg fyrir gera tryggingarkerfunum kleyft að virða[hlýða] þessari tölu;

 

Sá sem sparar á fyrir útborgun : varið ykkur á Samfylkkingar áróðri, ójafnaðarklíkan er til skammar fyrir hin ósiðspilta hluta EU og Íslands. 

Afleiðingar vals á Niðurskurði skilar sannarlega ótímabærum dauðsföllum og nútíma þræla og leiguliða og búsetufjötrum fjöldans.

Við sem spörum höfum aldrei grætt á því að fá lánað, græðingi í lán er ekki okkar megin. Fjárfesta í fasteign er eitt sparnaðform og ljósið í myrkri tekjulágra sem búa við ójöfn tækifæri til bónusa.

Alþýðyflokkurinn fyrir 50 árum er ekki Samfylkingarklíkan í dag. 

Júlíus Björnsson, 31.1.2010 kl. 23:55

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert kannski ómenntuð á nútímamælikvarða en orðið menntun er dregið af orðinu mennska. Enda merkti menntun upphaflega það að verða að manni með því að kynnast öðrum mönnum. Góð menntun fékkst með því að kynnast mörgum, helst sem víðast og blanda við þá geði.

Þú nærð því sennilega að ég er að segja þér að þú ert langt frá því að vera ómenntuð! Það er a.m.k. ljóst að þú ert mörgum sinnum mennskari og sennilega gáfaðir en margir þeirra sem gefa veifað einhverjum vottorðum um menntun frá nútímalegum menntastofnunum.

Fólk sem býr til svo ómennskt kerfi eins og þú dregur svo skýrt fram hér að ofan hefur greinilega ekki haft gáfur til að nýta menntunina sem það naut til að rækta í sér mennskuna!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.2.2010 kl. 01:39

9 identicon

ó tek undir þetta, menntun er margs konar, það er svokölluð formleg menntun þar sem að fólk skráir sig í nám og lærir af öðrum. Síðan er það óformlega menntun þar sem að fólk gerir nákvæmlega sama hlutinn, lærir af öðrum, bara ekki í skóla.

menntun er ofmetin alveg svakalega.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 03:02

10 identicon

Eða fólk lærir bara sjálft, les sig til sem dæmi, ekkert verra og oft betra.

hananú.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 03:04

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir hólið Rakel og Gunnar.  Ég hef alltaf lesið mikið, og lærði ég finnsku bara afþví að mig langaði til þess.  Ég veit ýmislegt um ýmsa og hef ég kynnst mörgum í vinnunni minni á barnum.  Núna í kvöld kynntist ég einum íslenskum manni sem aldrei hefur kosið og er maðurinn á fimmtugsaldri.  Ég átti varla orð!!!  Og það sem meira er hann ætlar aldrei að kjósa, honum finnst það ekki skipta neinu máli hvort hann kjósi eða ekki.  ARG.....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2010 kl. 03:13

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mínir forfeður munu hafa tengt mennt og fjölmennt og handmennt. Myndmálið rímar við tennt-ir. Svo það bítur betur. Þetta voru líka kallaðar listagyðjur eða músir, ein var músík.

Meddlla er mannsins móðir. Hér mun hafa verið átt við að músirnar voru hjákonur skálda og annara smiða lista.

Fjölbrettur grunnur þekkingar sem byggir á eigin reynslu var talið menntun. Enginn verður óbarinn biskup.

Smala menska er góður undirbúningur fyrir leiðtogaefni. Margir sem eru ungir að áram og fara smala í fyrsta skipti gleyma sér við að horfa á rassinn á einni rollunni og koma svo með eina í réttirnar.

Það  er nefnilega áríðandi að gleyma ekki að horfa alltaf á rassinn á þeirri öftustu. 

Þannig hafa stefnumarkandi stjórnmálamenn þjóðarinnar hagað sér næstum á undantekningalaust síðan 1995: EES hagstjórnarkerfið sem glímir við aðalvandamálið frá upphafi siðmenningarinnar framfærslu stórborgarfjöldans og auðlindaskort. Einni fræðilegi hagstjórnargrunnurinn sem mannkynið getur lært í Háskólum.

Enda er búið nánast að eyðileggja Ísland með slíkri menntun.

Sérfræði er oftast ein-mennt. Sem rímar náttúrulega við fátækt.

Júlíus Björnsson, 2.2.2010 kl. 03:40

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nútímaháskólamenntun miðar gjarnan að sérhæfðir vanhæfingu, því miður. Það er a.m.k. því sem hún skilar í alltof mörgum tilfellum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.2.2010 kl. 16:55

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mín reynsla er sú að nýta allan heilann í einu skili mestri greind. Menntun án greindar getur haft stórkostlegar afleiðingar.

Læra eða þjálfa upp grunnforsendur sem flestra heilaparta.

Skipting til dæmis snemma lífsleiðinni á ákveðnabraut skilar einstakling í x-fræði hvers vit takmarkast við hana.

Ef bjóð á x-fræðing til að tala um gæði heilbrigðisþjónustu þá vill ég oft frekar fá að heyra álit venjulegrar móður sem hefur oftast miklu meira vit á en meðal x-fræðingur. 

Ég vil að fræðingar kynni takmörk sína sérsvið, hvort þeir ágætis , góðir, sæmilegir,...... Frá Hvað námstofnun. Til þess að auðvelda almenning að veðja á trúverðugleikann. 

Júlíus Björnsson, 2.2.2010 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband