1.2.2010 | 01:44
Skemmtilegu móti í handbolta lokið
Ég er mikill aðdáandi íslenska liðsins í handbolta. Mér hefur fundist skemmtilegt að horfa á alla leikina þeirra, fyrir utan nokkrar mínútur í leiknum við Frakkana á Laugardaginn. Ég og stelpurnar mínar höfum horft á alla leikina sem voru sýndir beint frá Austurríki. Ég þakka RÚV fyrir það að sýna svona marga leiki beint þrátt fyrir mikinn niðurskurð í dagskrárgerð.
Ég vil nota tækifærið og óska strákunum okkar til hamingju með Bronsið. Svo verð ég víst að óska Frökkunum til hamingju með Gullið, og króötunum með Silfrið. Úrslitaleikurinn var alveg bráðskemmtilegur og spennandi á köflum. Evrópski handboltinn er örugglega skemmtilegasta íþróttagreinin.
Takk fyrir góða skemmtun í 12 daga.
Ísland landaði bronsinu í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta var meiriháttar skemmtun og RÚV á þakkir skyldar fyrir að sýna leikina beint þótt mér hefði fundist nóg að fá Íslandsleikina og úrslitaleikina í beinni. Hálf tómlegt þegar svona stórmóti lýkur.
, 1.2.2010 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.