Ákvörðun Arion banka misbýður ekki bara samfélaginu

Ákvörðunin verður þess valdandi að fólk fer af stað og gerir eitthvað í málunum, tekur peninga út úr Arion banka og fjárfestir ekki eina krónu í þessu nýja svínaríi.  Ég býst við því að Finnur Sveinbjörnsson eigi eftir að finna fyrir reiði fólks.  Og aðilar verslunarkeðjunnar Haga líka, mín réttlætiskennd segir að sú keðja verði rekin í þrot af okkur fólkinu sem verslar inn.  Nú er mælirinn fullur hjá mér, ég versla ekki meira við verslunarkeðjuna Haga. 


mbl.is Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ráðamenn hvort heldur sem er stjórnmálamenn eða þeir sem reka samfélagið eru út úr öllu korti í sambandi við almenning í landinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 08:48

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Veit einhver hver á þennan banka núna?  Eru það ekki einhverjir vogunarsjóðir sem enginn veit hver á?  Kannski eru íslensku fjárglæframennirnir stærstu eigendur þar.  Álftanesbær missti yfirráð yfir fjármálum sínum, en glæpamennirnir sem settu þetta land á hausinn, virðast enn vera alveg á kafi í bissniss ennþá.

Ég er löngu hætt að versla við þessi fyrirtæki, nema í algjörri neyð, einstaka sinnum.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.2.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband