Fær þessi dómur að standa?

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Hæstiréttur dæmir í þessu fordæmisgefandi máli.  Ég held að margir andi núna aðeins léttara, svo á bara eftir að fara eins með verðtrygginguna.  Þá getum við Íslendingar kannski hætt að horfa á eignirnar okkar rýrast ár frá ári. 

 Ég vona að þeir sem gert hafa samninga við bankana um breytingu gengistryggðu lánanna, fá þeim samningum rift.  Þeir samningar voru allt of óhagstæðir fyrir lántakana. 


mbl.is Gengislánin dæmd óheimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Þetta hlýtur að þýða að það sé æskilegt fyrir fólk að bíða með að láta breyta myntkörfulánunum, þar til dómur fellur í Hæstarétti.

Hef heyrt að á tímabili fyrir hrun, hafi fólk sem vildi taka bílalán, ekki átt kost á því að fá lán í íslenskum krónum, einungis var í boði myntkörfulán.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 13.2.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ein af dætrum mínum er nýbúin að breyta sínu myntkörfuláni í íslenskt lán, hún hefur þurft að taka á sig mörghundruðþúsundkróna hækkun á láninu.  Samt hefur hún borgað af umræddu láni í 2 ár. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2010 kl. 01:07

3 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

hvað með okkur hin sem sáum fyrir að 60 krónur á dollara væri óraunhæft og tókum ekki myntköfulánl, við höfum líka orðið fyrir tjóni í falli krónurnar

annars er það ekkert nýtt og ekkert leindarmál að skuldarar taka alltaf alla áhættu á íslandi og lánandinn er tryggður langt niður á bak.  ég skil ekki af hverju veð eru ekki veð á íslandi, þ.e. það sem bankinn getur gengið að og það tryggt að bankinn gangi ekkert umfram það sem var veðsett.  það myndi kaski þyða að bankar taki upp á því að lána með ábyrgum hætti, svo ætti að vera skylda ð það séu veð fyrir stórum lánum tyl að tryggja ð eigendur bankana eru ekki að lána sjáfum sér veðlaust.

Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 02:48

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

SP-fjármögnun byrjaði nýlega að bjóða höfuðstólslækkun með breytingu yfir í ISK með eða án verðtryggingar. Undir liðnum "spurt og svarað" á heimasíðu þeirra stendur skýrum orðum að þessi úrræði skerði ekki rétt skuldara ef gengislánin verði síðar fundin ólögmæt.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2010 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband