7.3.2010 | 00:43
Gleðilegar fréttir fyrir okkur sem börðumst á móti IceSlave
Þetta eru ótrúlega góðar tölur fyrir okkur Íslendinga rúm 93% á móti og skýr skilaboð til stjórnarinnar, Bretanna og Hollendinganna.
Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er. Ætli við getum látið okkur dreyma um það að dómstólaleiðin verði valin?
Við hljótum að geta hindrað það að stjórnin haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist í samningaumleitunum við Bretana og Hollendingana eftir helgina.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju Jóna Kolbrún og þakka þér að hafa fengið að veita þér og öllum þeim sem að þessu komu lið.
En þetta er ekki búið og það þarf hugsanlega að taka vel á ef svo fer að þeim skötu hjúum bregst vitið algörlega.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.3.2010 kl. 01:00
Ég er í spennufalli var þó niðri á Austurvelli í dag. Fagna þessari niðurstöðu,sem er stærri en ég þorði að vona.
Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2010 kl. 01:38
Ég ætlaði að ganga Laugarveginn og mæta á Austuvöll í gær, en því miður átti ég ekki heimangengt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.