7.3.2010 | 01:35
Við erum orðin fyrirmyndir
Aðrar þjóðir eiga eftir að líta til okkar og vonandi gera eins og við. Við megum aldrei láta fjármagnseigendurna velta sínum skuldum yfir á okkur skattgreiðendur. Þeir hirtu arðinn og gróðann og skilja tapið eftir hjá okkur skattgreiðendum, þetta er mjög ógeðfellt.
Það þarf að fara að breyta öllum reglum í bankastarfsemi og fjárfestingarfélögum. Þeir sem fjárfesta og leggja áhættufé í allskonar fyrirtæki ættu kannski bara að nota eigin fé, ekki lánsfé.
Aldrei hefði mér dottið í hug að fjárfesta lánsfé í hlutabréfum, ég fékk þá fræðslu fyrir mörgum árum. Að maður fjárfesti aðeins fé sem maður hefði efni á að tapa í hlutabréfum. Aldrei að fjárfesta með lánsfé, í áhættufjárfestingar.
Úrslitin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/8553979.stm Hérna er frábær umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna í BBC, og viðtöl við ýmsa Íslendinga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 01:55
http://edition.cnn.com/2010/BUSINESS/03/06/iceland.bailout.vote/index.html hHérna er önnur umfjöllun, mér finnst þessi frétt mjög villandi. Sérstaklega þetta "
Under a European Union directive, Iceland now owes compensation to Britain and the Netherlands. The Icelandic government has said it will honor its international obligations." Mér finnst að sanna þurfi aað við skuldum áður en svona yfirlýsingar eru gefnar. Við verðum að láta dómstóla skera úr um lögmætið, hvort við skuldum eina einustu krónu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.