8.3.2010 | 01:54
Þjóðin hefur síðasta orðið
Steingrímur gerðu þér grein fyrir því að þjóðin hefur síðasta orðið, meirihluti kosningabærra manna hafnaði síðasta IceSlave samninginum. Þessi IceSlave hryllingur sem Landsbankinn og eigendur hans eru ábyrgir fyrir, kemur okkur þjóðinni ekki við.
Hversvegna er ekki búið að yfirheyra Björgólf Thor? Hann átti Landsbankann, hvar eru stjórnendur Landsbankans? Ætli Björgólfur Thor sé ennþá listanum yfir 50 ríkustu í heimi?
Er búið að frysta eina einustu eign stjórnenda Landsbankans? Fólksins með háu launin og bónusana vegna ábyrgðafullra starfa. Á ekkert að sækja til þessa fólks?
Vorum nálægt samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvorki Steingrímur eða Jóhanna kunna að skammast sín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2010 kl. 09:40
Stríðshanskanum hefur verið kastað nú verður ekki lengur friður á landi voru!
Umboð þeirra er búið!
Sigurður Haraldsson, 8.3.2010 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.