19.3.2010 | 01:21
Ég vil vita hver á Arion banka
Eignarhald Arion banka virðist vera á huldu. Hverjir eru þessir kröfuhafar?
Stjórnarformaður Arion bankans virðist hafa helgað sig setum í stjórnum fyrirtækja í tæpan áratug, Monica Caneman. Hvaðan kemur sú kona?
Leyndarmál eru á hverju strái, lögmæti ýmissa aðgerða í kringum hrunið virðist mælt í því hversu mikla peninga þú átt. Ef þú þekkir rétta fólkið kemstu upp með hvað sem er. Ef þú er bara meðalJón er gengið að eignum þínum fyrir nokkur hundruð þúsunda króna vanskil. Ef þú er rétt tengdur, færðu afskriftir fyrir milljarða, og fyrirtækið sem þú settir á hausinn á silfurfati.
Svo er annað mál sem mér finnst allt of margir hafa komist upp með, sem er kennitöluflakk. Þú ert svindlari, lýgur og stelur eignalaus. Býrð í einbýlishúsi í rándýru hverfi, húsið er skráð á maka eða afkomanda þinn. Þú getur gert þetta aftur og aftur. Kennitöluflakk hefur verið með samþykki stjórnvalda undanfarna áratugi og engin stjórn hefur haft áhuga á því að banna kennitöluflakk. Það finnst mér svínarí.
Ný stjórn Arion banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil líka vita hvar á Arion?
Sigurður Haraldsson, 19.3.2010 kl. 02:47
Frum niðurá Austurvöll og"SPYRJUM"
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2010 kl. 13:31
Ég vil nýja ónotaða kennitölu.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 23:22
Austurvöllur er vígvöllurinn það mætti vera þar oftar á meðan alþingi er í gangi.
Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.