11.4.2010 | 01:30
Davíð hefur flúið land sitt
Davíð Oddson verður ekki staddur á Íslandi þegar skýrsla Alþingis verður birt á mánudaginn. Hversvegna sá Davíð ástæðu til þess að vera í útlöndum þegar skýrsla Alþingis verður birt? Er hann hræddur?
Ég fór líka að hugsa um það, hvaða flugfélagi hann hefði flogið út með? Ætli hann sé svona maður eins og Vilhjálmur Bjarnason, maður sem verslar ekki við hvern sem er? Hvernig ætli eignarhaldi Icelandair sé háttað?
Ætli það séu fleiri aðalleikarar í aðdraganda hrunsins sem hafa flúið land?
Athugasemdir
Skrýtið ég gat ekki tengt þessa færslu við frétt, hvað er í gangi? Er ég komin í fréttabloggsbann hérna á moggablogginu????
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:34
Nei, við hugsum öll það sama. E.t.v. hverfa þessir einskinsnýtu útrásarvíkingar héðan hver af öðrum. Vona þó að skatturinn nái í skottið á þeim.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:41
Bendir það á skítlegt eðli Davíðs að vera erlendis, þegar við hin þurfum að vera hérna á Íslandi og takast á við vandamálin?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:46
Það er munur að vera búinn að einkavinavæða Hæðsta-Hæðstarétt .
Hörður B Hjartarson, 11.4.2010 kl. 02:02
Hversvegna gerirðu kröfur til hans? Þú mundir ekki einu sinni vilja að hann spyllti sjónlínu þinni. Má ég segja þér Hörður að stofn lýsingar orða finnst í nf.kvk.eintölu: Hún er há,þar er ekkert ð, þess vegna er það ekki heldur í efsta stígi, hún er hæst. Hæsta-hæstarétt. Góðar stundir.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2010 kl. 02:17
Mér finnst ákvörðun Davíðs að vera erlendis þegar skýrslan er birt, svona eins og þegar rottur yfirgefa sökkvandi skip. Hann þorir ekki að standa fyrir máli sínu og aðgerðum á meðan hann var við stjórnvölinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.