Nei gosinu má ekki ljúka strax

Ég á eftir að fara og skoða gosið, fyrr má það ekki hætta!!  En annars er kannski komið nóg af gosfréttum þetta árið, í fyrramálið verður rannsóknarskýrsla Alþingis birt þjóðinni. 

 Ég ætla ekki að láta stjórnina hafa mig að fífli eina ferðina enn og styrkja þann sem fékk að prenta skýrsluna, ætli það verkefni hafi verið boðið út? 

 Ég ætla að lesa skýrsluna ókeypis í tölvunni minni, ég vona að vefslóð á skýrsluna verði birt í fyrramálið.  Ég vona bara að vefþjónninn þar sem skýrslan verður birt anni umferðinni sem verður á netinu. 


mbl.is Eldgosinu að ljúka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vísindamennirnir vissu ekki að gosið væri hafið fyrr en heimamenn sögðu þeim það -

núna spyr vísindamaðurinn hvort gosinu sé lokið

er ekki einhver sem getur beðið heimamenn að hringja í hann og láta hann vita??

þvílík vísindi

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 02:23

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nákvæmlega enginn hafði spáð fyrir þessu gosi, allavega ekki íslenskir jarðskjálftafræðingar og eldgosafræðingar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2010 kl. 02:25

3 identicon

Nú væri gott að geta sett tappa í þetta gos á meðan skýrslufárið gengur yfir. Fínt að taka hann svo aftur úr eftir kosningar. Kannski það sé framtíð í því að flytja inn Gostappa??? Neeee ... of lítill markaður. Maður verður víst að hugsa stórt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 02:34

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki flytja gostappa inn, framleiða þá hérna á Íslandi og hræ ódýra líka, það gæti gengið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2010 kl. 02:38

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gosið byrjaði nákvæmlega tveimur vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um IceSave. Það yrði hinsvegar mun táknrænna ef það myndi nú enda daginn fyrir skýrslubirtinguna miklu. Svo á þriðjudaginn byrjar Katla... "you ain't seen nothin' yet!"

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2010 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband