Verða laun stjórnarmanna skert líka?

Lífeyrissjóðirnir tóku þátt í útrásinni með því að kaupa hlutafé í bönkunum, og félögum tengdum útrásarbarónunum.  Núna eru lífeyrisþegarnir búnir að taka á sig 10% skerðingu og núna bætist 7% skerðing ofaná hina. 

Hafa stjórnarmenn lífeyrissjóðina tekið á sig skerðingu á launum?  Sitja ennþá sömu stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum?  


mbl.is Gildi skerðir aftur réttindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Alveg örugglega ekki og ætli það sé búið að reka þá lögfræðinga sem "gleymdu" að gera 4 milljarða króna kröfu í þrotabú eins fyrirtækisins ... nei alveg örugglega ekki, ég vill að allir lífeyrissjóðirnir verði yfirteknir og færðir í seðlabankann, það er ekki glóra að hafa svona marga lífeyrissjóði í ekki stærra samfélagi og þar er sko sukkað svo um munar.

Sævar Einarsson, 19.4.2010 kl. 17:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóna mín þau eru ekki af þessum heimi okkar hérna niðri, þau lifa á annari stjörnu og ekkert gerist til að skerða réttindi þeirra.  Það er bara þetta með skyldurnar sem er nokkurnveginn ekki á hreinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

""Meðalraunávöxtun sl. 5 ár er -1% og 2% sl. 10 ár"". Iss maður hefði getað lagt þetta sjálfur inn á verðtryggðan innlánsreikning  og fengið meira út úr þessu.

Hörður Halldórsson, 19.4.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Daði Ingólfsson

Neinei - ómögulegt að persónugera vandann...

Daði Ingólfsson, 19.4.2010 kl. 19:22

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ertu að deyja úr sanngirni? Lol

Fyrir ungafólkið í síðust þjóðarátt til að fara í ESS og innleiða endingarlaust drasl og sameiningu séreignarfyrirtækja [minni samkeppni um launafólk] voru tekjur almennt lækkaðar um 30% miðað við evrur. Kauphækkanir í framhaldi voru yfirleitt á formi lífeyrissjóðsbindinga og kaupmáttur sagður vaxa af því að oftar var farið að versla. Nú er skerðingin 40% miðað við evrur [10% minna en eftir síðustu þjóðarsátt] hinsvegar er ekki hægt flytja inn ódýrt drasl núna til að falsa kaupamáttinn.

Hugfarsbreytingin skilað sér og Íslendingar sætta sig við það sama og t.d. Grikkir. 

Júlíus Björnsson, 19.4.2010 kl. 20:35

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Jóna Kolbrún.Þú spyrð tveggja spurninga.Fyrri spurningin ,hvort stjórnarmenn taki á sig skerðingu á launum.Þeir gera það ekki,"enda er ábyrgð þeirra mikil".Stjórnarmenn er á fullum launum hjá þeirri stofnun,sem þeir eru fulltrúar fyrir.Því ættu þeir ekki að fá laun fyrir stjórnarsetu.

Stjórnarmenn í Gildi eru að hálfu frá vinnuveitendum,þó að hér er sjóður,sem launþegar eiga.Athyglivert er það að Vilhjálmur Egilsson er formaður stjórnar og einn af fulltrúum vinnuveitanda er Friðrik J.Arngrímsson frá LÍÚ.Eru þetta menn,sem eru trúverðugir til að gæta peningana okkar?

Ingvi Rúnar Einarsson, 19.4.2010 kl. 23:09

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vilhjálmur Egilsson, það hlaut að vera.  Sá maður er einn af aðalgerendum hrunsins, ákvarðanir hans undanfarin 20 ár hafa stefnt að þessu hruni beint og óbeint. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband