Hvenær kemur röðin að okkur hinum?

Það sem mér finnst verst við þessa frétt er hvernig við hin eigum eftir að upplifa svona yfirgang frá bankanum okkar.  Núna eru bankarnir í eigu kröfuhafa, og kröfuhafarnir ætla greinilega ekki að vera með einhverja undanlátsemi við skuldara. 

Það var nú ekki svona þegar bankarnir voru endurreistir með almannafé, í boði sitjandi stjórnar.  Afskriftir voru miklar, en núna ætla bankarnir að ganga að eigum fólks án allrar miskunnar.  Ekki á að afskrifa eina einustu krónu af okkur ræflunum sem vorum svo vitlaus að skuldbinda okkur til greiðslu verðtryggðra lána, og yngra fólkinu sem tók gengistryggðu lánin.  Okkur á greinilega að fórna á altari mammons. 


mbl.is Jörðin seld án auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og allt í boði ríkisstjórnarinnar sem lofaði okkur skjaldborg um heimilin.  Vona að þu kunni að skammast sín svona innst inni, en efast um það, þau eru gjörsamlega blinduð af valdinu sem þau hafa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta stefnir aðeins í eina átt áttina til glötunar!

Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Get ekki sagt neitt nema herma eftir ykkur,út með þessa stjórn,ég óska mér þjóðstjórnar,eða hvað sú stjórn er kölluð sem þjóðin kýs. þarf ekki að leita eftir styrkjum í kosningasjóð,við veljum þá sjálf á lista.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2010 kl. 17:06

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Helga hún heitir utanþingstjórn sem er fyrir fólkið í landinu þannig skipuð að flokksræðið verði lagt til hliðar og lýðræðið tekið upp með því að einkavinavæðingin nái ekki að virka eins og hún hefur gert með þeim afleiðingum sem við höfum þurft að upplifa.

Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband