Svikarar sem svíkja okkur verkalýðinn

Verkalýðsforkólfar allra verkalýðsfélaganna hafa svikið málstaðinn, þeir hafa ekki verið að vinna fyrir okkur fólkið sem borgar launin þeirra, þeir hafa allir selt sig dýrt til fjármagnseigendanna. 

Mér finnst allt sem frá verkalýðsfélögunum hefur komið síðan hrunið varð svik við okkur verkalýðinn.  Forkólfar verkalýðsfélaganna, ASÍ og lífeyrissjóðanna hafa allir stutt fjármagnseigendurna, bankaeigendurna og stjórnina.

Þessi vinstri helferðarstjórn, er ekkert skárri en aðrar stjórnir undanfarin 20 ár, hún heldur áfram að hlaða undir bankana sem virðast vera ríki í ríkinu.  Og fjármagnstekjueigendurna sem fá hverja einustu krónu sem þeir gætu hafa tapað í hruninu aftur og örugglega með vöxtum og vísitölu og kannski líka gengistryggingu. 

 


mbl.is Styðja upptöku eigna auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Helvítis, fokking, fokk!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2010 kl. 02:48

2 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún !

Undanskiljum; þá Vilhjálm Birgisson á Akranesi, og svo Aðalstein Baldursson, á Húsavík.

Þar fara; hinir mætustu drengir.

Með beztu kveðjum; sem æfinlegast /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 02:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að menn sem eru búnir að vera liðleskjur í 30 ár eru annaðhvort meðalgreindir eða reynslulausir og margir félagar sem ekki skortir reynslu til að kynna málstað félaga sinna ganga atvinnulausir meðan  letingjarnir sjúga það litla sem eftir er af stritunu. 

Lágmarkslaun er alltof lág. Neysluvísitölutengingin á íbúðlán er engin verðtrygging heldur eignarupptaka almennra lífeyrisjóðgreiðenda. Enda notuð alfarið erlendis til að tryggja lámarks áhættu á viðskiptum við áhættusækna, veð eru vörusendingar, verslunar og viðskipta húsnæði, tísku villur hluthafa ábyrgðarlausu hringafélaganna. 

Kemur almenning ekkert við.

Júlíus Björnsson, 2.5.2010 kl. 04:37

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

HFF

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.5.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband