3.5.2010 | 02:16
Nei!
Mig dreymir því miður ekki drauma um doktorsgráður, flestir mínir draumar eru tengdir náttúrunni. Undanfarin 10 ár hefur mig bara dreymt náttúruhamfarir.
Til dæmis í síðustu viku dreymdi mig að jarðskjálfti uppá 5.5 á richter skalann kæmi í Reykjavík, nokkrum dögum áður hafði mig dreymt að sjór flæddi yfir Seltjarnarnesið. Í fjórða skiptið, ég skil ekki hversvegna mig dreymir svona oft að sjór sökkvi Seltjarnarnesinu.
Svo hefur mig dreymt fyrir því að eldgos yrði í nágrenni Reykjavíkur og fólk kæmist ekki burt vegna þess að það er ekki hægt að rýma Reykjavík, það eru bara tvær leiðir út úr Reykjavík og báðar yrðu ófærar á sama tíma vegna umrædds eldgoss.
Dreymir þig um doktorsgráðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leiðin hérna suður með sjó er ein leið,Flugvöllurinn Höfnin,Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur! þessar leiðir lokast aldrei allar,það er útilokað!
Þórarinn Baldursson, 3.5.2010 kl. 02:52
Bláfjöllin, Reykjanesskaginn eru svínvirkar eldstöðvar í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið.
Ólíklegt að"allar" leiðir myndu lokast út ef þyrfti með. Jóna Kolla mín, við höfum líklega flest átt svipaðar martraðir, en .... eftir að Vestmannaeyjar gusu, þá varð flestum okkar ljóst að það er alltaf einhver undankomuleið. Nema ..... að gosin séu að breytast frá því sem áður var, sem nákvæmlega ekkert bendir til.
Leyfðu þér því að sofa ljúft kæra vina, og hugðu ekki að "maybe" náttúruhamförum. Við ólumst upp við þetta "maybe" en komumst af heil og ósködduð á sál og líkama að minnsta kosti.
Eigðu góða vorviku framundan.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.5.2010 kl. 03:26
Því er nú ver og miður að gosin eru einmitt "að breytast", smbr öskuna úr Eyjafjallajökli að undanförnu. Slík gos hafa ekki komið hér í óratíma og gera vonandi ekki aftur í bráð. Biðjum bara fyrir hraunstraumum í "réttar" áttir. Þeir eru skömminni skárri en eiturskýin.
Hins vegar er því farið með mig líkt og þig, Jóna Kolbrún, að mig hefur dreymt alveg ótrúlega hamfaradrauma undanfarinn áratug. Gos í Henglinum og svakalegar hamfarir vestur í Ísafjarðardjúpi -sem er nú eitt ólíklegasta svæði til slíks, enda var sá draumur sennilega fyrir efnahagshruninu frekar en náttúruhamförum.
Oft er þó ljótur draumur fyrir litlu efni, eins og einhver sagði. Sennilega ein af okkar gáfuðu kellingum, ef ég man rétt.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.5.2010 kl. 05:59
Ég veit mætavel að oft eru slæmir draumar fyrir litlu efni, en svona martraðir þar sem náttúran tekur völdin eru óhugnalegar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2010 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.