Það getur verið gott

Að vera móðir á Íslandi, sérstaklega vegna þess að læknisþjónusta verðandi mæðra er góð.  Hún hefur samt versnað frá því sem var fyrir 15-20 árum síðan.  Þá fengu ófrískar konur afslátt á tannlæknaþjónustu, ég man ekki hvort það var 50% eða 75% endurgreiðsla fyrir barnshafandi konur. 

Svo er ungbarnaþjónusta heilsugæslunnar án endurgjalds, sem er góður kostur.  En þegar kemur að því að þurfa að kaupa barnavörur þá eru þær sérstaklega skattlagðar og með mjög há vörugjöld. 

Finnst fólki til dæmis í lagi að ódýr vagn kosti næstum 100. þúsund krónur?  Hvað ætli ríkið hirði af verði eins barnavagns?  Það er mjög stór hluti, vegna þess að barnavörur eru skattlagðar sérstaklega á Íslandi. 


mbl.is Gott að vera móðir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Jóna Kolbrún, æfinlega !

Svona; til að leiðrétta misskilning þinn - eru yngstu og elstu kynslóðirnar, á landi hér, algjörar hornrekur valda stéttarinnar.

Sé einhver dugur; í ungum konum, íslenzkum, ættu þær að ala börn sín upp annars staðar, í veröldinni héreftir, heldur en á þeirri Djöfla eyju, sem burgeisa hyskið, er búið að gera Ísland að, fornvinkona góð.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heill og sæll Óskar Helgi Helgason, mér finnst ég ekki misskilja fréttina.  Hér áður fyrr var betra að eignast börn hérna á Íslandi en í dag er það verra.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2010 kl. 01:57

3 identicon

Heil; á ný, Jóna mín !

Það er vel, að þú hafir það jarðsamband; hvað, mig grunaði, að undan þér væri farið.

En; ég stend við það - að ekki vildi ég vera 2 ára snáði, í okkar samtíma, fremur en 92 ára öldungur hérlendis, Jóna mín.

Svo mikið; er þó víst.

Með kærum kveðjum; sem þeim öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 02:02

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jóna Kolbrún

skoðaðu

Kveðja Hildur ArnarFlúðaseli 91homepage  www.systurnar.barnaland.isS: 557-5152 / 693-0643 Best regards  Hildur ArnarPhone (354)693-0643 and (354)557-5152Boston Phone (617)-279-3209homepage  www.systurnar.barnaland.isEmail:  hildura@nt.is

segðu svo að það sé gott að vera móðir/barn á Íslandi

Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.5.2010 kl. 03:58

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit að í dag eru börnin ekki tekin af foreldrum vegna fátæktar og flutt hreppafluttningum sem ómagar til ríka fólksins.  En ætli það sé ekki bara tímaspursmál, hvenær þessari ríkisstjórn velferðar finnst réttlátt að taka börnin af fátæklingunum og færa þau í hendur betur efnuðu fólki, nú eða jafnvel til útfluttnings til efnafólks sem leitar eftir börnum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 16:27

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér er nú stundum hugsað til foreldra minna þegar fólk er að gera kröfur á ríkið, ekki voru barnabætur´hvað þá heldur fæðingarorlof í þá daga. Börnin urðu 9 en 8.sem upp komust,fólk gerði litlar kröfur nema til sjálfs síns og sparnaður og nægjusemi var í hávegum höfð. Mér finnst ekkert svo langt síðan þetta var þannig og svei mér þá ég held að fólk hafi verið lífsglaðara í þá daga.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.5.2010 kl. 17:49

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer hef ég aldrei verið rík, ég hef samt alið upp 6 börn sem eru nægjusöm og vinnusöm líka.  Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomu þeirra, nema dóttur minnar sem missti íbúðina sína viku fyrir hrunið.  Hún, maður hennar og börnin þrjú þurftu að rýma íbúðina sína þann 1. október 2008.  Þau hafa engin úrræði fengið, í dag leigja þau íbúð og hafa það svona skítsæmilegt.  Þau eru að eignast fjórða barnið eftir nokkrar vikur og hlakka ég til að fá fimmta barnabarnið í fjölskylduna mína 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.5.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband