Við ættum að gera Grikki að fyrirmyndum okkar

Ég er fylgjandi því að nota verkfallsvopnið á stjórnvöld, kannski er allsherjarverkafall það eina sem sitjandi stjórn skilur.  Að nota verkfallsvopnið til þess að skjaldborg verði gerð um heimili landsmanna, svo þarf líka að verja heilbrigðiskerfið og menntakerfið.

  Það má aldrei nota niðurskurðarhnífinn á þessi mikilvægu vígi, heimilin, heilbrigðiskerfið og menntakerfið.   Það má skera niður í stjórnsýslunni, í embættismannakerfinu, losa sig við aðstoðarmenn sem fengu stöður án auglýsinga.  Stjórnmálamenn þurfa að fara að vinna vinnuna sína, ekki alltaf ráða fallista af framboðslistum framboðanna í allskonar aðstoðamannastöður.  Við þurfum ekki fleiri skriffinna á ríkisjötuna. 


mbl.is Allsherjarverkfall í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Stór hluti þessarar þjóðar virðist tilbúinn til þess að láta traðka á sér og röflar hver í sínu horni.  Það virðist yfirleitt vera þannig að niðurskurður virðist helst notaður þar sem síst skyldi, því miður.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 5.5.2010 kl. 19:54

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Já það verður að fara að sýna tennurnar hérna.

Bilið breikkar enn. Hvar er jöfnuðurinn og skjaldborgin?

Einar Örn Einarsson, 6.5.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband