Áhyggjuefni hvernig háloftavindarnir blása núna

Þessi ofsi í eldgosinu í Eyjafjallajökli gæti valdið mikilli truflun á flugumferð í Evrópu, þ.e.a.s. ef háloftavindar eru vestlægir.  Stillan hlýtur að valda því að askan fer svona hátt, þaðan berst hún auðveldlega yfir stór svæði. 

Ég ætla austur fyrir fjall um helgina og verð ég kannski á ferðinni að skoða gosmökkinn og kannski ná mér í smá ösku til þess að gefa vinum mínum í Finnlandi þegar ég fer þangað í sumar.  Mig langar líka í fleiri hraunmola úr eldgosinu á Fimmvörðuhálsi, dóttir mín færði mér lítinn mola þaðan.  Ég vil fá stóran hraunmola og fullt af ösku. 

Kannski plata ég systur mína sem ætlar að dvelja að Skógum um helgina, til þess að sækja hraun og ösku fyrir mig. 


mbl.is Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hef heyrt að askan sé vinsæl hjá "pottery people" í henni Ameríku ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.5.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband