Skrítin aðgerð

Mér finnst það frekar skrýtin aðgerð að fella þennan kaupmála niður, fyrst hann hafði engin áhrif til neins.  Hún Sigrún Björk kom fram í fréttatíma annarrar hvorrar sjónvarpsfréttastöðvanna í gær, og varði þennan gjörning og var alveg gallhörð á því að ekkert væri óeðlilegt við þennan kaupmála milli þeirra hjóna. 

Núna sólarhring seinna er kaupmálinn felldur úr gildi?  Hvað breyttist á einum sólarhring?  Var það almenningsálitið?  Var þessi kaupmáli tilraun til þess að koma undan eignum?  

Ég fagna því að það er byrjað að vindast ofan af spillingunni, það var ekki seinna vænna!!!
 


mbl.is Fella kaupmálann úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það er kannski ekkert skrýtið við að fella þennan kaupmála niður. Það sem mér fannst skrýtið var að Sigrún Björk kom fram í gær til að verja þennan gjörning því að tímasetningin á honum var sérstök. Og það sem er líka svolítið skrítið, er að kaupmálinn hafi verið afturkallaður í dag. Æ, æ, æ. Hvað var að? Það að afturkalla þennan kaupmála getur sagt okkur ýmislegt: kannski var hann grunsamlegur. Þeir sem gerðu þennan kaupmála hefðu ekki afturkallað hann, nema markmið hans hefði ekki haft einhverja vafasama gjörninga í för með sér. En batnandi fólki er best að lifa. Það er öllum fyrir bestu að  hafa allt sitt á hreinu.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 7.5.2010 kl. 01:34

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kanski hafa þau hjón ákveðið að þau viðbjóðslegu ummæli sem voru viðhöfð um venjulgt samkomulag hjóna vegna rekstrar annars aðilans - væru með þeim hætti að skárra væri að fella samninginn niður.Þau eiga jú líka börn og aðra ættingja sem líða fyrir dómarana á bloggsíðunum.

Það er hinsvegar óásættanlegt ef málsóðar eru farnir að stjórna því hvort fólk geti lifað mannsæmandi lífi í friði.

Ef samningurinn var ekki réttur bar þessu sama fólki að kæra - heimta aðgerðir en ekki ausa skít í allar áttir.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 01:42

3 Smámynd: Lýður Árnason

Svona krukkupælingar, ein fyrir plús, önnur fyrir mínus, eru og hafa verið iðkaðar lengi en á umliðnum árum í svo ótæpilegu magni að allt skrallaði á hliðina.  Umrædd stjórnmálakona átti að mínum dómi að halda sig við sitt og standa með því eða falla, þetta úthlaup gerir hana veikari en ella.

Lýður Árnason, 7.5.2010 kl. 03:21

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það hlýtur líka að vera erfitt að horfa uppá hverskyns óhroða frá nafnlausum (ekki alltaf) hugleysingjum sem einskis svífast - mokað yfir mann -

Umjöllunin ætti að kenna bloggsíðustjórnum það að láta af þeim ósið að heimila nafnlaus skrif - og orðbragðið sem er nota er nokkuð sem mætti gjarnan endurskoða - 

Veikari eða ekki veikari - víst er það slæmt ef ofbeldið er farið að ráða - ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar féll fyrir ofbeldi -þannig að núverandi stjórn er byggð á því ofbeldi -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 05:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einn dag á blogginu,þar sem allir eru sammála,hver einn einasti; Ég elska þig Ísland ;      Segjum 17. júní.   Jóna Kolbrún. þetta bara kviknaði núna,við getum nú stundum verið góð.Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2010 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband