Hvar lærði blaðamaðurinn sem skrifar þessa frétt íslensku?

Ég hnaut sérstaklega um þessa löngu og vitlausu setningu,  "Sænsk stjórnvöld hafa háttsettum sýrlenskum sendiráðsstarfsmanni úr landi sem er grunaður um að hafa ætlað að ræna dóttur sinni og fara með hana nauðuga úr landi þar sem hún átti í ástarsambandi með ungum manni, að því er fram kom í sænska sjónvarpinu í kvöld. "   Er morgunblaðið hætt að gera kröfur um kunnáttu í íslensku þegar fréttamenn eru ráðnir?  Og hvaða fólk sér um þýðingar á erlendum fréttum?  Þetta má ekki líðast að óhæft fólk skrifi og þýði fréttir.  Oft finnst mér eins og börn hafi skrifað fréttir á mbl.is.  Betur má ef duga skal!!!


mbl.is Sendiráðsstarfsmanni vísað úr landi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvernig væri að ráða nokkra blaðamenn og reka Davíð, þessir blaðamenn gætu skipt á milli sín launum Davíðs.  Varla vinnur Davíð fyrir einhverja hungurlús á mogganum?  Það væri spennandi að sjá launareikning Davíðs, og hversu mörgum milljónum/milljörðum hann hefur sankað að sér á meðan hann hafði völdin......

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.5.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband