17.5.2010 | 00:41
Við sem þjóð verðum að snúast til varnar
Það má ekki selja náttúruauðlindir okkar til Magma Energy, það verður að halda eignarhaldi á náttúruauðlindunum hérna á Íslandi. Við megum ekki leyfa sölu á náttúruauðlindum til skúffufyrirtækis sem er með ótilgreint eignarhald!! Eða veit einhver hver á Magma Energy?
Ég var stödd í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar borgarstjórn leyfði söluna á nýtingarrétti HS orku síðasta sumar, það verður að stöðva þessa auðlindasölu með öllum ráðum. Áfram Ögmundur, vonandi sjá fleiri þingmenn og aðrir áhrifamenn í þjóðfélaginu hversu slæm þessi sala er.
Segir braskað með auðlindir þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var eð lesa blogg Elle,í gær og renna aftur yfir það núna. Ég er hætt að botna í hvað er vinstri og hvað hægri í pólitík.Er næstum viss að Jóhann fjárm.ráðherra,hefði sturlast ef einhver annar við völd hefði látið þetta viðgangast.
Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.