19.5.2010 | 01:36
Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson er ekki eins og við þjóðin, hann er yfir okkur hafinn. Hann hefur sett sjálfan sig skör ofar en okkur þjóðina. Hann þarf ekki að taka tillit til annarra en sjálfs sín.
Hann þarf ekki einu sinni að borga fyrir að búa í rándýrri íbúð sem hann keypti sér á tvöföldu gangverði, hann útbjó fjármálagjörning sem borgar allt fyrir hann. Sigurður Einarsson er svo upphafinn að hann á örugglega víst öruggt sæti við hlið guðs, þ.e.a.s ef guð er til þegar þar að kemur.
Mér finnst skondið að sjá hversu veruleikafirrtur hann er, ætli það rúllist út rauður renningur hvar sem hann gengur? Fall hans verður hátt, og hann fellur með miklum hvelli. Annað getur ekki gerst!!
Handtökuskipun alltof harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dettur manninum í hug að 'Ólafur sérstakur saksóknari,boði hann í yfirheyrslur án tilefna. Kemur í hug þegar ég sé honum bregða fyrir,vitandi að hann var stór í K.B.banka,að fyrsta sparisjóðsbók mín var í Sp.sjóði Sambanndsins,sem faðir hans stýrði. Mér hefði nú aldrei, á þeim tíma dottið í hug að setja þessi laun mín í banka, en þannig borgaði S.Í.S.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2010 kl. 01:59
Já, og hann á marga sína líka.
Og þeir ráða flestu í dag út í hinum stóra heimi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.5.2010 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.