21.5.2010 | 02:24
Hann Gylfi er hluti af gamla Íslandi
Við þurfum nýja forystu í Alþýðusamband Íslands, hann Gylfi hefur svikið verkalýð Íslands í aðdraganda og eftir hrunið. Hann ætti að hafa vit á því að tala sem minnst. Hann er einn af þeim sem vilja borga IceSlave í topp, bara til þess að fá meiri erlend lán.
Á bakvið hann á vegginum stendur Byggjum réttlátt þjóðfélag, hann Gylfi hefur ekki farið eftir þessarri grundvallarhugsjón. Hann vill bara tryggja sitt starf sem formaður ASÍ, þar situr hann aðgerðarlaus í mörg ár og heimtar á aðra milljón í laun á mánuði, svo hefur hann ábyggilega komið sér upp ýmsum bitlingum.
Verkalýðsforystan ætti öll að sjá sóma sinn í afsögnum, og sama á við í lífeyrissjóðum okkar verkalýðsins. Burt með t.d Vilhjálm Egilsson úr mínum lífeyrissjóði. Ég vil ekki hafa svona fólk í vinnu fyrir mig.
Íhuga verkföll í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gylfi er lýðskrumari. Það sást í gegnum þennann aumingja frá byrjun. Þetta er lélegasti og heimskasti froðusnakkari sem sést hefur lengi. Alveg ótrúlegt að verkalýðsfélög skuli hafa kosið þetta viðrini til forustu.
Guðmundur Pétursson, 21.5.2010 kl. 02:45
Ég vill fá allt mitt úr lífeyrissjóði áður en það fuðrar upp.Þeir eru með 8% -16% raunávöxtum af hýbýlalánum síðan 1982 og segjast hafa 3,2% ávöxtunarkröfu. Það er naumast þeir þurfa að borga með sér í erlendum kauphöllum.
ASÍ er rekið eins og þrælasala síðan 1982.
Útlendingar eru búnir að fjárfesta nóg og eru nú að uppskera. Þetta eru ekki góðgerðastofnanir sem vorkenna Gylfa og Vilhjálmi.
Júlíus Björnsson, 21.5.2010 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.