18 ára fengu ekki bara 100% lán

Þau fengu líka send kreditkort frá kreditkortafyrirtækjunum sem starfa hérna á Íslandi, kreditkort með heimild upp að 50.000 krónur án allra ábyrgða. 

Þannig var unga fólkinu okkar kennt að skuldsetja sig, strax við sjálfræðisaldurinn.


mbl.is 18 ára fékk 100% lán til að kaupa rándýran bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Öryrkja sem ég þekki var sent kretid-kort í vetur, óumbeðið með 100,þúsund króna heimild.Móðir hans var miður sín því hún vissi að hann er ekki borgunarmaður fyrir því, hann notaði það í botn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo var krökkunum boðin yfirdráttarheimild, að því er virðist algjörlega botnlaus.  Það þurfti bara eitt símtal og yfirdráttarheimildin var hækkuð, svo hækkaði heimildin á kreditkortunum algjörlega óábyrgt að mínu mati.  Sem betur fer varaði ég börnin mín sem eru orðin fullorðin við svona kostaboðum, þau hlýddu mér sem betur fer flest þeirra fullorðnu....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2010 kl. 01:42

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að vinna á bar og í fyrravetur fóru allskonar menn og konur (sem áttu yfirleitt ekki fyrir glasi) að birtast á barnum með kreditkort frá American Express, það var eins og heimildir þessarra korta væru óþrjótandi, það kom alltaf heimild.  Núna sjást þessi kort varla á barnum...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2010 kl. 01:45

4 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Hvort sem okkur finnst 18 ára barn/unglingur þá er þetta fólk fjár og sjálfráða.

Þó þú sért 18 ára og fáir svona kort sent heim í póstinum þá þýðir ekki að þú eigir að nota það. 

Foreldrar eiga að hafa vit fyrir börnum sínum en málið er nú bara þannig að það er mokað svoleiðis undir rassgatið á börnum í dag að þau hafa ekki hundsvit á peningum og bera því enga virðingu fyrir þeim.(Ekki algilt en ríkjandi)

Vissulega er þetta siðlaust af kreditkortafyrirtækjum en engu að síður ekki ólöglegt. Svo til þeirra sem eldri voru og fengu þessi boð, þau tóku því mörg hver í stað þess að klippa kortin eða rífa þessa aukaheimild sem var verið að bjóða þeim. 

Ég er með kreditkort, konan líka en þessi kort okkar eru alltaf í veskinu þrátt fyrir að við notum þau nánast aldrei. Við höfum fengið tilboð uppá hærri heimildir og það hvarflar bara ekki að mér að taka því. 

Ef ég ætla að kaupa mér flatskjá þá staðgreiði ég. Ef ég kaupi mér tölvu þá staðgreiði ég.  T.d. keypti ég og frúin flatskjá fyrir jólin 2009 og er það okkar fyrsti. Vorum með gamalt sjónvarp fram að því en það dugði okkur. 

Ég er eins og hver annar samt með íbúðarlán og bílalán en mér dettur ekki í hug að kaupa mér munaðarvörur eins og sófa, uppþvottavél, ísskáp, gaseldavél, fín pottasett(300,000), fellihýsi o.sfrv á raðgreiðslum. 

Þetta er og var "fullorðna" fólkið að kaupa sér og mundi maður ætla að þetta fólk stigi í vitið en því miður virðist ekki svo vera og slógu margir um sig og versluðu í kredit eins og enginn væri morgundagurinn. Svo er það sorglegasta við þetta allt saman að það reynir að kenna öðrum um sem mér finnst einkar kjánalegt.

Hverskonar fordæmi er það gagnvart börnunum okkar?

Ég er með eitt dæmi sem ég gerði varðandi son minn fyrir nokkrum árum. Hann býr hjá móður sinni og við gáfum honum dollara í afmælisgjöf/fermingargjöf/jólagjöf svo hann ætti pening til að kaupa sér hluti í Bandaríkjunum þegar við tókum hann með okkur þangað. (eitthvað sem honum langaði að kaupa sjálfum fyrir sinn pening)

Hann fær dollarana(átti sjálfur að bera ábyrgð á þeim því unglingar þurfa að læra að bera ábyrgð) og svo þegar að kemur að ferðinni þá er hann búin með þá. Ég skildi hvorki upp né niður hvernig 14 ára unglingur gat eitt dollurum á Íslandi og þá kom í ljós að bankinn skipti þessu bara og engra spurninga varpað fram. 

Í fyrsta lagi þá skil ég ekki bankan að taka við dollurum frá 14 ára unglingi, hrein fásinna og í 2 lagi þá spurði mamma hans mig hvort ég mundi bara ekki láta hann hafa meira.

Ég hélt nú ekki enda er það eitt lélegasta fordæmi sem maður getur sett. Enginn ábyrgð kennd svona og ég neitaði en þá bætti hún honum tjónið sem hann olli sjálfum sér. Nú hef ég ekkert á móti barnsmóður minni en þetta fannst mér fáránlegt. 

En þetta er ekki eina dæmið og heyrir maður mjög mörg dæmi svipaðs eðlis og foreldrar eru margir hverjir börnum sínum verstir. 

Ég t.d. skil ekki foreldra sem gefa börnum sínum tölvuleik uppá 10 þúsund í skóinn, hreinlega fatta það ekki.
Ég gef kannski 10 þúsund í jólagjöf og 5000 í afmælisgjöf. Ég er algjörlega mótfallinn stefnu margra foreldra að vinna eins og geðsjúklingar svo börnin geti eignast nýjustu tölvurnar, merkjaföt o.sfrv.
Hversu fáránleg skilaboð er maður að senda börnunum?

Kannski er það af því að ég kem af fátæku heimili og úr sveit þar sem manni var kennt ábyrgðartilfinning en á sama tíma kenndu foreldrar mínir mér ekkert um peninga og ég á mínum yngri árum virti ekki aurinn. Ég læt það ekki gerast fyrir mín börn, ég mun allavegana leggja mig fram í því að kenna þeim verðgildi og ábyrgðartilfinningu, eitthvað sem mér finnst vanta í nútíma þjóðfélagi. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 2.6.2010 kl. 06:22

5 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Júlíus Valdimar, mikið var þetta gott blogg hjá þér ! Ástand fjármála á Vesturlöndum væri snöggt um skárra, ef fleiri foreldri hefðu alið börn sín með sama hætti og þú.

Ég fékk eina bók í jólagjöf, er ég var 8 ára (Börnin og Jólin hét sú bók).Ég var alsæll með þessa einu gjöf.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 2.6.2010 kl. 08:26

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta er svo sem ágætt inlegg hjá Júlíusi, en við lifum ekki í fullkomnum heimi. Fyrirtæki virðast hafa ótakmarkað leyfi til að moka áróðri yfir fólk, án þess að nokkuð sé að gert.

Það er ekkert ólöglegt að áreyta reynslulausa unglinga í Kringlunni og bjóða þeim kreditkort. Það er ekkert ólöglegt að bjóða lán með mörg þúsund % vöxtum. 

Við getum ekki öll verið paranoid sófakommar sem líta á öll gylliboð fyrirtækja sem pretti til að ná af okkur pening. En þetta fólk veit ekki betur. Það er t.d. lítil sem engin  kennsla í svona hlutum. T.d. hvernig bankar virka. Hvernig halda skal heimilisbókhald og áætla útgjöld. Eða sýna fram á beinan kostnað við að kaupa drasl á visa-rað.

Því er þetta fólk auðveld bráð fyrir úthugsaðar "markaðssóknir". Löglegt? Já. Siðlegt? Nei.

Jón Ragnarsson, 2.6.2010 kl. 10:15

7 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Satt er það, við lifum ekki í fullkomnum heim en engu og síður þá ber foreldrum að kenna börnum sínum og mér finnst foreldrar almennt gera vel í flestu nema þegar kemur að gildi peninga. Nú er ég bara að tala um það sem ég sé almennt í kringum mig og alls enginn alhæfing.

Ég vil meina það að foreldrar þurfi snemma að kenna börnum sínum hvað peningar eru og að þeir séu ekki sjálfsagður hlutur. Með því á ég við að þú sem foreldri átt ekki að veita barninu þínu allt bara af því að einhverjir aðrir gera það. 

Það er auðvelt að eyða pening en oft erfiðara að afla tekna og barnið þitt(unglingur) þarf að skilja það. Það getur ekki fengið allt og ef það fer í fýlu yfir því þá verður bara svo að vera, þú/ég erum ekki verri foreldrar fyrir vikið, ég vil meina að barnið komi frekar til með að þakka þér síðar í lífinu og kenna sínum börnum sömu gildi. 

Okkur sem foreldrum ber að taka ábyrgð en ekki skella skuldinni á aðra. Það er einfalt en mér finnst það rangt. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 2.6.2010 kl. 10:39

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef reynt að kenna börnunum mínum um gildi peninga.  Þau hafa þurft að vinna fyrir því sem þau langar að eignast.  Sjálf hef ég ekki keypt hlut á raðgreiðslum í 15-20 ár.  Ég staðgreiði það sem ég kaupi...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2010 kl. 11:09

9 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Mér finnst það flott Jóna en ég er viss um að þú, rétt eins og ég ert stundum gapandi á öðru fólki. Bæði hvað varðar eyðslu þess og hvernig þau kenna ekki börnunum gildi peninga eða hvað það er að þurfa að vinna sér þá inn. Ekki að segja að börn eigi að vinna en unglingar geta nú tekið til hendinni vilji þau vasapeninga.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 2.6.2010 kl. 11:45

10 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Fyrirtækji mega auglýsa, það er á ábyrgð hvers og eins að meta innihald þeirra.  Ég vill ekki ríkisstjórn sem sér um að hugsa fyrir mig.

Arngrímur Stefánsson, 2.6.2010 kl. 12:19

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta var fáránlegt, sem betur fer gat ég rætt þetta við mín börn svo þau fóru ekki í þessa vitleysu og ekkert þeirra situr uppi með skuldir.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2010 kl. 13:17

12 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég verð að viðurkenna að að kaupi stundum hluti á raðgreiðslum, en helst aldrei nema einn eða tvo (í neyð) hluti í einu. 

En ég vildi svo sannarlega hafa peningavit sonar míns.  Hann nurlar öllu saman og á nú orðið nokkur hundurð þúsund inni á bankabók, þ.á m. fermingarpeningana sína.  Við héldum að hann væri að spara fyrir bíl, enda bílprófið á næsta leyti - en nei, hann er bara að spara, tímir ekki að kaupa bíl, þar sem bensín er dýrt og tryggingarnar bölvað okur. Svo segist hann aldrei ætla að skulda neitt á Íslandi, eftir allt sem á undan er gengið.

Svo er hann alveg yfir sig hneykslaður á vinum og kunningjum sem hafa nýtt sér skyndilánin - rán um hábjartan dag, segir hann eins og svo margir.

Já, ég verð að segja að hann er vel heppnaður þessi drengur.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 2.6.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband