Ferðasaga

Ég lenti í Keflavík seinnipartinn í gær, eftir frábært frí í Finnlandi.  Ég var í eina viku í Finnlandi og notaði ég tímann vel til þess að æfa mig í talaðri finnsku.  Fyrst var ég í þrjá daga hjá vinkonu minni í Seinäjoki, hún bauð mér í bíltúra og í bátsferð út í eyju sem er í nágrenni Seinäjoki.  Þar skoðuðum við mjög fallegan vita og skoðuðum eyjuna.  Á þessarri eyju varð ég fyrir árás moskító flugna, og varð ég að búa mér til húfu úr stuttbuxum sem ég var með í bakpokanum mínum.  Ég fékk líka nokkrar stungur frá moskítóflugunum í fæturna, þessar fljúgandi árásarsveitir moskítóflugna virðast vera sérstaklega hrifnar af íslensku blóði. 

Þegar við komum heim úr þessarri ferð, heyrði ég frábærar fréttir.  Í Seinäjoki var haldin rokkhátíð þessa helgi sem ég var þar, og vitið þið hvað?  Uppáhalds hljómsveitin mín var þar, ég frétti of seint af þessu og gat þess vegna ekki keypt mér miða.  Ég fór samt á staðinn en stóð fyrir utan girðinguna ásamt mörgum öðrum og hlustaði á Rammstein, þeir voru alveg frábærir.  En mikið vildi ég að ég hefði vitað af þessarri rokkhátíð tímanlega og getað keypt mér miða á tónleikana. 

Meira seinna, þegar ég nenni W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir þessa ágætu ferðasögu,en mikið eru stungu flugur hvimleiðar. Heyrði á útv.Sögu auglýst efni sem fælir flugur frá,þær eru nú farnar að gera sig heimakomnar hér á Íslandi,einhverjar teg.  Það var leitt að þú misstir af þínum uppáhalds, varst of sein á Seinajoki. Kanski koma þau til Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2010 kl. 01:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Rammstein eru góðir. Synir mínir hafa kynnt allskonar sveitir fyrir mér í gegnum tíðina :)

Ragnheiður , 28.6.2010 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Hahaha, það má sega að þú sért úrræðagóð. Ég hefði gjarnan viljað vera "fluga á vegg" og fylgjast með þér með stuttbuxur á hausnum

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.6.2010 kl. 12:29

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://huxa.blog.is/album/myndir/image/1004807/  þarna er mynd af mér með stuttbuxnahúfuna góðu, moskítóflugurnar áttu svo greiðann aðgang að hausnum á mér vegna þess að ég er með svo stutt hár :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband