Breyta þarf lögum

Ef nýinnfluttir íbúar geta hnekkt áður samþykktu leyfi til dýrahalds í fjölbýlishúsum, þá þarf að breyta lögunum.  Ég skil ekki hversvegna geðþóttaákvörðun "nýinnfluttra nágranna"  getur hrakið leiðsöguhund og eiganda hans burt út fjöllbýlishúsinu. 

Ég bý í tvíbýli og hef ég þurft samþykki núverandi eiganda fyrir dýrahaldi mínu, gæti ég átt von á því að ef nýtt fólk flytti inn á neðri hæðina hjá mér, gæti það skikkað mig til þess að losa mig við dýrin mín? 

Ég vona að allrar sanngirni sé gætt í svona málum. 


mbl.is Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta er  meira en bagalegt fyrir blessaða konuna,en kanski kemur skýring frá fólkinu,sem setur sig upp á móti. Fyrir 2mán. tók tengdóttir mín og sonur rúml.ársgamlan hund í fóstur,(eftir auglýsingu)vegna þess að eigendur fluttu í blokk  og bannað er að vera með hund. Hann var búin að vera hjá öðrum áður,þegar hann kom til þeirra. Þau tóku strax  ástfóstri við hann (segir maður ekki svoleiðis)og eiga hann í dag. Ég er að skrifa mér til syfju,er að fara með þeim í sumarbústað á morgun,nota birtuna og hlyjuna. Góða nótt. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Jóna já það þarf að skoða þetta mál því þarna er um mjög alvarlegt mál sem varðar hundinn sem hjálpar viðkomandi gæludýr er ekki það sama og vinnudýr /öryggisþjónn!

Sigurður Haraldsson, 12.7.2010 kl. 02:07

3 identicon

Það þarf ekki að breyta neinum lögum, 76. gr. stjórnarskrárinnar segir:

"Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika."

Kamui (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 04:09

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það er merkilegt hvað sumir þurfa alltaf að vera neikvæðir og alltaf að setja sig upp á móti hlutum sem hafa verið viðurkenndir af - í þessu tilfelli - nágrönnunum um árabil. 

Og gott til þess að vita þessum lögum sem Kamui tíundar hér.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.7.2010 kl. 12:53

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það væri frábært ef sú regla yrði tekin upp að ef dýrahald hefur verið samþykkt í fjölbýlishúsum þyrfti fólk sem vill flytja í sama hús að samþykkja dýrahaldið eða sleppa því að flytja inn.  Það er nóg af húsnæði þar sem dýr eru bönnuð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:21

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef reyndar ágæta uppástungu fyrir byggingaverktaka sem sitja uppi með heilu blokkirnar óseldar. Þeir eiga að sjálfsögðu að selja sumar af sínum eignum með þeirri þinglýstu KVÖÐ að ÞAÐ MEGI HAFA GÆLUDÝR Í HÚSINU að uppfylltum ströngum skilyrðum.  Ég hef grun um að nokkur eftirspurn yrði eftir slíkum eignum.  Það eru ekki allir dýravinir sem hafa efni á því að búa í sérbýli.

Ég byggi líklega enn í fjölbýli ef ekki væri fyrir gæludýrin mín. 

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 14.7.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband