16.9.2010 | 01:56
Netvafrar...
Ég er svo þver að ég hef aðeins notað Internet Explorer frá því að ég lærði að nota tölvur. Ég hef samt verið heppin, ég hef bara einu sinni fengið vírus í tölvuna mína.
Þessi vírus var Trojuhestur, sem gerði mér lífið leitt fyrir u.þ.b 6 árum síðan. Ég hringdi strax í bróður minn sem bjargaði málunum fyrir mig. Ég fékk þann Trojuhest í gegn um irkkið.
ÉG var virkur irkkari í mörg ár, þannig lærði ég finnskuna sem ég kann ágætlega í dag... Ég loggaði tvær finnskar rásir á irkkinu, svo sat ég með orðabók og reyndi að skilja þar sem sagt var...
Microsoft kynnir nýjan Explorer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég get lofað þér því að það er næstum öruggt að þú er með marga vírusa í tölvunni, vírusar reyna að fela sig og ef þú er með windows og búin að nota vélina lengur en nokkrar vikur á netinu er tölvan sýkt, annað er næstum því útilokað. vel að merkja mikið af svona vírusum eru alls ekki hættulegir. ef þú er mac os notandi þá ertu kanski með hreina vél en það stefnir í það að vírusar verði lika mikið vandamál þar.
Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2010 kl. 11:30
Þetta er nú tómt bull hjá þér Jóhann, það er tiltölulega lítið mál að halda vélunum sínum hreinum, fyrir utan nokkur hjálpartól þá fellst það aðallega í heilbrigðri skynsemi.
Einar Steinsson, 16.9.2010 kl. 19:25
það er ekki til það tól sem ræður við allar óværur, það eru til töluvert yfir miljón tegundir af vírusum og óteljandi aðrar óværur. flestir eru notaðir til að nota vélaraflið í velinni eða senda spam eða til annars tilgangar sem krefst þess að vírusinn felur sig svo notandi verði hanns ekki var, það er ómögulegt að verjast vírusum, bara hægt að lámarka áhættuna sem af þeim stendur. ransóknir hafa sýnt að hugbúnaður sem skannaði 22 miljón tölvur fann vírusa í 50% af þeim þá er mavare og bootnets ekki talin að ónefdum spyware. það veit enginn hve hátt hlutfall er sýkt en synsemi getur ekki bjargað fólki ef það ver á vírir.is sem var sýkt um daginn td eða frá ip ormum sem ferðast um net og leita af veikleikun, sem eru oftast til staðar til að sykja án aðkomu notanda.
Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2010 kl. 22:49
Ég hef heyrt að Windows 7 sé betra en gömlu Windows kerfin, það er öðruvísi uppbyggt og ekki eins viðkvæmt gagnvart vírusum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.9.2010 kl. 23:47
Einar Steinsson, 17.9.2010 kl. 07:13
það er tvent sem gerir linux öruggarar, þeir seom búa til þessa óvætti eru flestir með linux og auk þess er ekert skynsamlegt að brjótast inn í sparisjóð siglufjarðar eða bank of england væri við hliðina honum með sömu öryggisgæslu. og svo er það að ef þú vill gera eitthvað sem breytir kerfinu krefst kerfið lykilorð stjórnanda, sem vírusar komast ekki framhjá, allavega enþá.
vissulega eru lang flestar tölvur með öryggisuppfærslur sem loka á lang flesta vírusa, ég hef kanski ofsagt að það væri næstum öruggt að tölvan væri sýkt en það er engin leið að sannreyna eitt eða neitt í því þar sem stórt hlutfall vírusa eru ekki þekkti og stór hluti örryggisholna í syrikerfunum eru ekki þekkt heldur. og ju win7 er miklu öruggara en fyrri stýrikerfi og vista er er skárra lika þo ég myndi ekki mæla með þí styrikerfi fyrir nokkurn mann.
Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2010 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.