Áríðandi tilkynning

Ég hef ákveðið, þrátt fyrir margar tillögur að bjóða mig ekki fram til setu á Stjórnlagaþinginu.  Ég held að þetta stjórnlagaþing þjóni ekki tilgangi mínum. 

Mér datt í hug að segja ykkur öllum frá þessu, bara vegna þess að svo margir bloggarar eru í framboði til stjórnlagaþingsins...

Ég er búin að sjá margar tilkynningar hérna á blog.is, "Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings"   Ég er bara svona venjulegur bloggari sem vinn mína vinnu og röfla hér þegar mig langar til þess... 

Það verður erfitt að kjósa til þessa stjórnlagaþings, og ég held að flestir láti sig þessa kosningu litlu varða, því miður...


mbl.is 523 í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

 Nei, er þér ekki alveg sammála. Mörgum er mikið í mun að kjósa málefnalega aðila á þetta þing. Þess vegna er mikilvægt að við fáum sem fyrst upplýsingar um alla frambjóðendur og hvað þeir leggja áherslu á. Íslendingar munu kjósa aðila sem eru málefnalegir. En kjósa ekki einstaklinga af því að þeir eru bara þekktir eða frægir hér í samfélaginu. Og ekki bara af því að viðkomandi er "kona" eða "karl" eða tilheyrir einhverju kjördæmi eða jafnvel flokki.

Hvet alla kjörbæra Íslendinga til að ganga að kosningaborðinu í næsta mánuði. Þetta veður einstakur kosninaviðburður í sögu landsins. Sjálf hef ég ekki kosið neitt "yfir mig" s.l. rúman áratuginn, hvorki í ríki né bæ. En ég ætla að gefa einstaklingum atkvæði mitt í þessu tilfelli. Enda hvorki landshluta né flokkakosningar.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svona gæti listinn yfir þá sem ég get hugsað mér að kjósa á stjórnlagaþingið...  ->  Listinn er fenginn að láni hjá vinkonu minni Sigurlaugu Þ Ragnarsdóttur....

Þetta fólk hefur sýnt það í orði en ekki síst í verki að það vill berjast fyrir betra og heiðarlegra Íslandi.

Þessi hópur er líka góður þverskurður af samfélgi okkar.

Þetta er allt fólk sem ég treysti til góðra verka á Stjórnlagaþinginu

Þau eru:

Arnís Einarsdóttir

Baldvin Björgvinsson

Björg Ólafsdóttir

Björgvin Rúnar Leifsson

Ellen Kristjánsdóttir

Elías Halldór Ágústsson

Freyja Haraldsdóttir

Gunnar Grímsson

Helga Björk Grétudóttir

Herdís Dröfn Baldvinsdóttir

Hjörtur Hjartarson

Íris Erlingsdóttir

Jakobína Ólafsdóttir

Jón Jósef Bjarnason

Ólafur Jónsson

Pétur Kristjánsson

Rakel Sigurgeirsdóttir

Sólveig Dagmar Þórisdóttir

Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Smári McCarthy

Steinar Imanúel Sörensen

Þorkell Helgason

Þorvaldur Gylfason

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo ætla ég að kjósa Baldur Óskarsson, og svo á ég eftir að sortera fólk af lista Sigurlaugar.  Ég sé til dæmis ekki ástæðu til þess að kjósa Þorvald Gylfason, og nokkra aðra á listanum...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:28

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo ætla ég ekki að kjósa fólk sem auglýsir sig, umfram aðra.   Til dæmis er Vilhjálmur Þorsteinsson, gæslumaður Samspillingarinnar og Björgólfanna, með óþolandi auglýsingu á fésbókinni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2010 kl. 01:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Jón Valur Jensson er efstur hjá mér,einlægur Esb.og Icesave-kúgunar andstæðingur,auk þess að vera ævinlega ærlegur. Þau hér á lista ,Freyja,Jakobína og Hjörtur,Rakel,man ekki eftir hinum,en Guðni og Pétur Gunnlaugsson. Loftur Altice. Annars skýrist þetta betur þegar nöfnin birtast öll.

Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2010 kl. 03:11

6 Smámynd: Ragnheiður

ég ætla að velja mér mína fulltrúa í þessu, ég er bara komin með tvö enn sem komið er. Sigþrúði og Friðrik

Ragnheiður , 26.10.2010 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband