30.10.2010 | 01:31
Mr. X?
Æ ósköp finnst mér þessi frétt skrýtin, ætli það sé raunin að nú sé gósentíð manna sem svíkja og pretta?
Mér hefði alveg fundist fréttin betri ef fyrirsögnin hefði verið Hr. X kaupir raðhúsalengju.
Hann Guðmundur segir " að nú sé gósentíð fyrir menn sem miði rekstur fyrirtækja sinna við að svíkja og pretta fólk og hafa af launamönnum réttindi eins og veikindadaga, orlof, greiða ekki nema hluta launa og gufa svo upp með því að skipta um kennitölu. Hann kallar þessa menn góðkunningja eða Mr. X"
Aðrar staðhæfingar að fullt af fólki sé í svartri vinnu og á atvinnuleysisbótum þykja mér ótrúverðugar.... Kannski er ég bara svona barnaleg eða trúgjörn á heiðarleika fólks....
Mr. X kaupir raðhúsalengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju hef ég á tilfinningunni að hann sé að tala um ákveðna einn eða tvo einstaklinga? Gætum við fengið að vita hverjir þeir eru Guðmundur. Óþarfi að tala eins og véfrétt eða Gróa á leyti hér. Ef þetta er lögreglumál, þá bendi ég honum á að hringja og láta hirða þessa menn.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2010 kl. 03:49
Auðvitað,á að kæra þetta,eigum ekki að líða neitt svindl sem upp kemst lengur.
Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2010 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.